Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

251/1997

Reglugerð um bann við sölu á munntóbaki og fínkornóttu neftóbaki. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um bann við sölu á munntóbaki og fínkornóttu neftóbaki.

 

1. gr.

                Bannað er að flytja inn, framleiða og selja fínkornótt neftóbak.

                Með fínkornóttu neftóbaki er átt við neftóbak þar sem að minnsta kosti helmingur korna er minni en 0,5 mm að þvermáli.

 

2. gr.

                Bannað er að flytja inn, framleiða og selja munntóbak, að undanskildu skrotóbaki.

                Með skrotóbaki er átt við munntóbak sem er tuggið, er í bitum en ekki kornum. Skro er ekki í grisjum.

 

3. gr.

                Heilbrigðisnefndir, undir yfirumsjón Hollustuverndar ríkisins hafa eftirlit með því að ákvæði reglugerðar þessarar séu virt.

 

4. gr.

                Um viðurlög við brotum á reglugerð þessari fer samkvæmt VI. kafla laga nr. 74/1984, sbr. lög 101/1996 um tóbaksvarnir.

 

5. gr.

                Reglugerð þessi sem sett er með stoð í 8. sbr. 16. gr. laga nr. 74/1984, sbr. breytingu nr. 101/1996 og að höfðu samráði við umhverfisráðuneytið hvað eftirlit heilbrigðisnefnda og Hollustuverndar ríkisins varðar, öðlast þegar gildi.

 

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 16. apríl 1997.

 

Ingibjörg Pálmadóttir.

Sólveig Guðmundsdóttir.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica