Félagsmálaráðuneyti

798/2004

Reglugerð um breytingu á reglugerð, nr. 521/2004, um lánshlutfall og hámarksfjárhæð ÍLS-veðbréfa. - Brottfallin

798/2004

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð, nr. 521/2004,
um lánshlutfall og hámarksfjárhæð ÍLS-veðbréfa.

1. gr.

3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Hámarkslán Íbúðalánasjóðs bæði til kaupa á notaðri íbúð og vegna nýbygginga er 11.500.000 kr.

Lán skv. 1. mgr. að viðbættu viðbótarláni samkvæmt reglugerð um viðbótarlán, nr. 783/1998, með síðari breytingum, getur að hámarki numið 13.000.000 kr.

Uppfærð áhvílandi ÍLS-veðbréf og fasteignaveðbréf, sem skipt hefur verið fyrir húsbréf, koma til frádráttar fyrrgreindum fjárhæðum.


2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 2. mgr. 19. gr. og 29. gr. laga um húsnæðismál, nr. 44/1998, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.


Félagsmálaráðuneytinu, 5. október 2004.

Árni Magnússon.
Guðjón Bragason.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica