Fara beint í efnið

Prentað þann 18. apríl 2024

Stofnreglugerð

527/2003

Reglugerð um sýnatökuáætlanir og greiningaraðferðir við greiningu og staðfestingu á fisksjúkdómunum brisdrepi, iðradrepi og veirublæði.

1. gr. Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir um sýnatökuáætlanir og greiningaraðferðir við greiningu og staðfestingu á fisksjúkdómunum brisdrepi (IPN), iðradrepi (IHN) og veirublæði (VHS) við ákvörðun um hvort uppfyllt séu skilyrði fyrir markaðssetningu eldisdýra og afurða þeirra innan Evrópska efnahagssvæðisins.

2. gr. Yfirstjórn og eftirlit.

Opinber eftirlitsaðili, hérlendis yfirdýralæknir hefur yfirstjórn og eftirlit með framkvæmd þessarar reglugerðar sem skal vera í samræmi við meðfylgjandi viðauka.

3. gr. Lagaheimild og gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 76/1970 um lax- og silungsveiði, lögum nr. 54/1990 um innflutning dýra og lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim með síðari breytingum, sbr. bráðabirgðalög nr. 103/2003 og með hliðsjón af ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópubandalaganna nr. 2001/183/EB frá 22. febrúar 2001, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 76/2002 frá 25. febrúar 2002. Reglugerð þessi öðlast gildi 21. júlí 2003.

Landbúnaðarráðuneytinu, 16. júlí 2003.

F. h. r.
Ólafur Friðriksson.

Sigríður Norðmann.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.