Fara beint í efnið
Fyrri útgáfa

Prentað þann 29. mars 2024

Reglugerð með breytingum síðast breytt 12. júlí 2022

525/2013

Reglugerð um tímasetningu, stjórnun og aðra þætti í tengslum við uppboð á heimildum til losunar gróðurhúsalofttegunda.

1. gr. Innleiðing.

Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi eftirtaldar gerðir Evrópusambandsins:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1031/2010 frá 12. nóvember 2010 um tímasetningu, stjórnun og aðra þætti í tengslum við uppboð á heimildum til losunar gróðurhúsalofttegunda samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB um að koma á fót kerfi fyrir viðskipti með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda innan Bandalagsins, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 152/2012 frá 26. júlí 2012. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1031/2010 var birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 59 frá 18. október 2012, bls. 812, og verður hluti reglugerðar þessarar.
  2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1210/2011 frá 23. nóvember 2011 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1031/2010, einkum í því skyni að ákvarða fjölda heimilda til losunar gróðurhúsalofttegunda sem verða boðnar upp fyrir 2013, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 152/2012 frá 26. júlí 2012. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1210/2011 var birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 59 frá 18. október 2012, bls. 296, og verður hluti af reglugerð þessari.
  3. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 784/2012 frá 30. ágúst 2012 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1031/2010 í því skyni að skrá uppboðsvettvang sem Þýskaland tilnefnir og leiðrétta 7. mgr. 59. gr., sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 235/2012 frá 31. desember 2012. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 784/2012 var birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 16 frá 14. mars 2013, bls. 180, og verður hluti af reglugerð þessari.
  4. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1042/2012 frá 7. nóvember 2012 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1031/2010 í því skyni að skrá uppboðsvettvang sem Breska konungsríkið tilnefnir sem vísað er til í tölulið 21 ala, III. kafla XX. viðauka samningsins, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 102/2014, frá 16. maí 2014, með þeim breytingum og viðbótum sem leiða af reglugerð þessari, XX. viðauka samningsins, bókun I við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 36 frá 12. júní 2014, 2014/EES/36/50, bls. 313-317.
  5. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1143/2013 frá 13. nóvember 2013 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1031/2010 um tímasetningu, stjórnun og aðra þætti í tengslum við uppboð á heimildum til losunar gróðurhúsalofttegunda samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2003/87/EB um að koma á fót kerfi fyrir viðskipti með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda innan Bandalagsins, einkum í því skyni að skrá uppboðsvettvang sem Þýskaland tilnefnir sem vísað er til í tölulið 21 ala, III. kafla XX. viðauka samningsins, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 102/2014, frá 16. maí 2014, með þeim breytingum og viðbótum sem leiða af reglugerð þessari, XX. viðauka samningsins, bókun I við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 36 frá 12. júní 2014, 2014/EES/36/37, bls. 213-219.
  6. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 176/2014 frá 25. febrúar 2014 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1031/2010, einkum í því skyni að ákvarða fjölda heimilda til losunar gróðurhúsalofttegunda sem verða boðnar upp 2013-2020 sem vísað er til í tölulið 21 ala, III. kafla XX. viðauka samningsins, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 196/2014, frá 25. september 2014, með þeim breytingum og viðbótum sem leiða af reglugerð þessari, XX. viðauka samningsins, bókun I við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 64 frá 30. október 2014, 2014/EES/64/41, bls. 380-382.
  7. Ákvörðun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/1814 frá 6. október 2015 um að koma á fót og starfrækja markaðsstöðugleikavarasjóð fyrir kerfi Sambandsins fyrir viðskipti með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda og um breytingu á tilskipun 2003/87/EB sem vísað er til í tölulið 21ali, XX. viðauka eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 165/2018 frá 6. júlí 2018. Ákvörðunin birtist í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 49, frá 26. júlí 2018, 2030/EES/49/29, bls. 394-398.
  8. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1902 frá 18. október 2017 um breytingu á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1031/2010 til að aðlaga uppboð á losunarheimildum að ákvörðun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/1814 og til að skrá uppboðsvettvang sem Bretland tilnefnir, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 259/2018 frá 5. desember 2018 með þeim breytingum og viðbótum sem leiða af reglugerð þessari, XX. viðauka samningsins, bókun I við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 85, frá 20. desember 2018, bls. 138-146.
  9. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/7 frá 30. október 2018 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1031/2010 að því er varðar uppboð á 50 milljónum óúthlutaðra losunarheimilda úr markaðsstöðugleikavarasjóðnum fyrir nýsköpunarsjóðinn og um að skrá uppboðsvettvang sem Þýskaland tilnefnir sem vísað er til í tölulið 21ala, XX. viðauka eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 245/2019 sem birtist í EES-viðbæti, nr. 82 frá 10. október 2019, bls. 180-184.
  10. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1868 frá 28. ágúst 2019 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1031/2010 til að aðlaga uppboð losunarheimilda að reglunum í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir fyrir tímabilið 2021 til 2030 og að flokkun losunarheimilda sem fjármálagerninga samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/65/ESB sem vísað er til í tölulið 21ala í XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 23/2022, frá 4. febrúar 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 18 frá 17. mars 2022, bls. 733 - 755.

2. gr. Uppboðsvettvangur.

Losunarheimildum sem Íslandi er úthlutað án endurgjalds verður ráðstafað til uppboðs á uppboðsvettvangi, tilnefndum af hálfu þeirra aðildarríkja Evrópusambandsins, sem taka þátt í sameiginlegri aðgerð með framkvæmdastjórninni eins og tilgreint er í VII. kafla reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1031/2010.

3. gr. Uppboðshaldari.

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur verið tilnefnt sem uppboðshaldari fyrir hönd Íslands, sbr. V. kafla reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1031/2010.

4. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 28. gr. laga nr. 70/2012, um loftslagsmál, kemur í stað reglugerðar nr. 1066/2012, um tímasetningu, stjórnun og aðra þætti í tengslum við uppboð á heimildum til losunar gróðurhúsalofttegunda (I) og öðlast þegar gildi.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.