Landbúnaðarráðuneyti

422/2007

Reglugerð um (12.) breytingu á reglugerð nr. 301/1995 um eftirlit með sáðvöru.

1. gr.

Tilskipanir framkvæmdastjórnarinnar nr. 2006/47/EB og nr. 2006/55/EB, sem vísað er til í III. kafla, I. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 143/2006, frá 9. desember 2006, skulu öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af reglugerð þessari, I. viðauka samningsins, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans.

2. gr.

Við II. lið (um korn til grænfóðurs og þroska) 2. viðauka reglugerðar nr. 301/1995 (gæðakröfur) bætist eftirfarandi:

7. Þyngd vörueiningar og sýnis:

Sýni vegna neðangreindra tegunda þurfa að hafa tiltekna lágmarksþyngd og þyngd vörueininga ekki fara yfir tiltekna hámarksþyngd.

Tegundir

Hámarksþyngd
vörueiningar
(tonn)

Lágmarksþyngd
sýnis sem
tekið er úr
vörueiningu
(grömm)

Þyngd sýnis sem er
tekið til að ákvarða fjöldann samkvæmt 4. lið II. hluta 2. viðauka (grömm)

1

2

3

4

Avena sativa, Hordeum vulgare, Triticum aestivum, Triticum durum, Triticum spelta, Secale cereale, Triticosecal

30

1000

500

Phalaris canariensis

10

400

200

Oryza sativa

30

500

500

Sorghum spp.

10

1000

900

Sykurmaís (Zea mays), sáðkorn frá skyldleikaræktuðum línum

40

250

250

Sykurmaís (Zea mays), stofnsáðkorn annað en frá skyldleikaræktuðum línum; vottað sáðkorn

30

1000

1000

 

Heimiluð eru 5% vikmörk fyrir hámarksþyngd vörueiningar í 2. dálki töflunnar.

3. gr.

9. liður 5. viðauka reglugerðar nr. 301/1995 orðist svo:

Upplýsingar um að flughafrar hafi ekki fundist í framleiðslueiningu og sýni, sem eru að lágmarki 3 kg, og tekin hafa verið úr einsleitum vörueiningum (framleiðslueiningu) í samræmi við ákvæði um sýnatöku í C. lið 8. viðauka og 2. gr. hér að ofan, hafi verið laus við flughafra þegar opinber skoðun fór fram.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru. Reglugerðin tekur þegar gildi.

Landbúnaðarráðuneytinu, 25. april 2007.

F. h. r.

Guðmundur B. Helgason.

Baldur P. Erlingsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica