Sjávarútvegsráðuneyti

387/2000

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 233, 30. mars 1999, um hollustuhætti við meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafla og fiskafurða. - Brottfallin

1. gr.

2. töluliður 4. gr. orðast svo: Slægja skal eins fljótt og auðið er eftir að fiskurinn er kominn um borð.  Sé heimilt að landa óslægðum fiski skal hann slægður eigi síðar en 12 klst. eftir löndun.

 

2. gr.

5. töluliður 1. kafla viðauka 1 orðast svo: Allan fisk, annan en þann sem selja á lifandi, skal blóðga, slægja, þvo og kæla þannig að tryggt sé að hitastig fisks verði milli 0-4°C innan 6 klst. eftir að hann hefur verið innbyrtur. Sé afla landað daglega er þó heimilt að koma með óslægðan fisk að landi, enda hafi hann undantekningarlaust verið blóðgaður, þveginn og kældur á fullnægjandi hátt, þ.e. að tryggt sé að hitastig fisks verði milli 0-4°C innan 6 klst. eftir að hann hefur verið veiddur. Á tímabilinu 1. júní til 31. ágúst er þó ekki heimilt að landa óslægðum fiski á laugardögum og sunnudögum. Fiskistofa getur veitt undanþágu frá þessu ef sýnt er óyggjandi fram á að tryggt sé að uppfyllt séu skilyrði um slægingu í landi eins og kveðið er á um í reglugerð þessari.

 

3. gr.

2. töluliður kafla I viðauka 4 orðast svo: Sé afla landað daglega er heimilt að koma með aflann óslægðan að landi, enda sé hann undantekningalaust blóðgaður, þveginn og kældur á fullnægjandi hátt þ.e. að tryggt sé að hitastig fisks verði milli 0-4°C innan 6 klst. eftir að hann hefur verið veiddur. Slæging, þvottur og ísun skal fara fram við fyllsta hreinlæti svo fljótt sem auðið er og eigi síðar en 12 klst. eftir löndun. Á tímabilinu 1. júní til 31. ágúst er þó ekki heimilt að landa óslægðum fiski á laugardögum og sunnudögum.  Fiskistofa getur veitt undanþágu frá þessu ef sýnt er óyggjandi fram á að tryggt sé að uppfyllt séu skilyrði um slægingu í landi eins og kveðið er á um í reglugerð þessari.

 

4. gr.

1. málsliður 4. töluliðar viðauka 8 orðast svo: Flutningatæki sem notuð eru til flutnings á afla eða fiskafurðum skulu vera lokuð. Þau skulu vera þannig gerð og útbúin að unnt sé að halda afla eða fiskafurðum við það hitastig sem tilgreint er í reglugerð þessari meðan á flutningi stendur.

 

5. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 55, 10. júní 1998, um meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða, með síðari breytingum, til þess að öðlast þegar gildi.

 

Sjávarútvegsráðuneytinu, 29. maí 2000.

 

Árni M. Mathiesen.

Þorsteinn Geirsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica