Við 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða bætast þrír nýir málsliðir svohljóðandi:
Sveitarfélögum er einnig heimilt að fara að ákvæðum reglugerðar nr. 280/1989 við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2002. Nýti sveitarfélag sér heimild skv. 2. málslið skal fyrir 1. september 2002 setja fjárhagsáætlunina fram á formi sem uppfyllir reglur reikningsskila- og upplýsinganefndar er settar verða á grundvelli 3. mgr. 18. gr. reglugerðar þessarar, en þó eigi síðar en við endurskoðun fjárhagsáætlunar, sbr. 62. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 45/1998. Skulu bæði upphafleg og endurskoðuð fjárhagsáætlun uppfylla fyrrgreind skilyrði.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 67. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 45/1998, öðlast gildi við birtingu.