Fara beint í efnið

Prentað þann 29. mars 2024

Breytingareglugerð

912/2000

Reglugerð um fyrstu (1.) breytingu á reglugerð nr. 539/2000 um heimildir dýralækna til að ávísa lyfjum.

1. gr.

9. gr., 12. tl. orðist svo:
Skeiðarlyf til samstillingar gangmáls. Dýralækni er heimilt að afhenda Veramix vet., skeiðarlyf fyrir ær, til manna á sínu starfssvæði, sem hafa leyfi til búfjársæðinga skv. reglugerð nr. 561/1994 um búfjársæðingar og flutning fósturvísa.

2. gr.

9. gr., 13. tl. orðist svo:
Bóluefni við garnaveiki. Héraðsdýralækni er heimilt að afhenda slíkt bóluefni til manna í sínu umdæmi, sem eru útnefndir bólusetningarmenn, skv. reglugerð nr. 638/1997 um bólusetningu sauðfjár og geita til varnar garnaveiki, enda hafi þeir gegnt slíku starfi áður, hlotið tilsögn dýralæknis þar að lútandi og sinnt störfum sínum á óaðfinnanlegan hátt.

3. gr.

17. gr., 1. mgr. orðist svo:
Óheimilt er að meðhöndla dýr með sýklalyfjum nema að undangenginni sjúkdómsgreiningu dýralæknis og skal dýralæknir sjálfur hefja meðferðina, þegar um búfé er að ræða. Þó er heimilt, að undangenginni sjúkdómsgreiningu dýralæknis, að hefja notkun sýklalyfja í gegnum munn eða til útvortis notkunar, sýklalyfjablandaðs fóðurs og sýklalyfja til blöndunar í drykkjarvatn, án þess að dýralæknir hefji meðferðina.

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 12. gr., sbr. 44. gr., lyfjalaga nr. 93/1994, öðlast gildi við birtingu.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 7. desember 2000.

Ingibjörg Pálmadóttir.

Davíð Á. Gunnarsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.