Fara beint í efnið

Prentað þann 19. apríl 2024

Breytingareglugerð

726/2004

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 651/2001 um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar.

Birta efnisyfirlit

1. gr.

Í stað skilgreininga í 2. gr., á misjafnlega sýktu svæði og sýktu svæði koma:
Áhættusvæði: Landsvæði innan sóttvarnarsvæðis þar sem hætta á riðusmiti er til staðar vegna samgangs og viðskipta með fé af sýktu svæði.

Sýkt svæði: Landsvæði innan sóttvarnarsvæðis þar sem riðuveiki hefur fundist sl. 20 ár.

2. gr.

Ný skilgreining bætist við 2. gr.
Ósýkt svæði: Landsvæði innan sóttvarnarsvæðis þar sem riðuveiki hefur ekki fundist sl. 20 ár.

3. gr.

1. ml. 2. mgr. 4. gr. fellur niður og í staðinn kemur: Af sýktu svæði og innan þess er óheimilt að flytja sauðfé til lífs milli hjarða.

4. gr.

7. ml. 2. mgr. 4. gr. fellur niður og í staðinn kemur: Þá er óheimilt, nema með leyfi héraðsdýralæknis og að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
a. hey sé allt í plöstuðum stórböggum eða rúllu,
b. þökur séu aðeins notaðar á svæðum þar sem sauðfé kemst ekki að,
að flytja milli bæja innan sýktra svæða og áhættusvæða hvaðeina, sem getur borið smitefni milli staða, svo sem hey, heyköggla og hálm, húsdýraáburð, túnþökur og gróðurmold.

5. gr.

5. ml. 1. mgr. 9. gr. fellur niður og í staðinn kemur: Aðilar sem fara milli sóttvarnarsvæða, sýktra svæða, áhættusvæða eða ósýktra svæða, með tækjabúnað til landbúnaðarstarfa skulu fá leyfi héraðsdýralæknis og vottorð um að fullnægjandi sótthreinsun hafi átt sér stað.

6. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum nr. 66/1998 um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, lögum nr. 99/1993 um framleiðslu, sölu og verðlagningu á búvöru. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Landbúnaðarráðuneytinu, 1. september 2004.

F. h. r.
Guðmundur B. Helgason.

Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.