Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

485/2001

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 111/2001 um gerð lyfseðla og ávísun lyfja. - Brottfallin

1. gr.

23. gr. orðist svo:
"Útgefandi lyfseðils skal tilgreina á lyfseðli hvernig, hvenær og við hverju nota á ávísað lyf á þann hátt, að auðskilið sé fyrir notanda þess. Í undantekningatilvikum má læknir sleppa að geta við hverju lyf er notað, telji hann það þjóna hagsmunum sjúklings. Ef unnt er skal greina bæði einstakan skammt og dagsskammt."


2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 12. gr. lyfjalaga nr. 93/1994 með síðari breytingum, öðlast gildi við birtingu.


Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 14. júní 2001.

F. h. r.
Davíð Á. Gunnarsson.
Ingolf J. Petersen.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica