Fara beint í efnið

Prentað þann 29. mars 2024

Breytingareglugerð

51/2013

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 486/2003 um stjórn hreindýraveiða, með síðari breytingum.

1. gr.

1. málsliður 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Ráðherra ákveður og auglýsir árlega, hve mörg hreindýr megi veiða árið eftir og hvernig veiðum skuli skipt eftir svæðum, veiðitíma, aldri og kyni dýra, að fengnum tillögum veiðistjóra og hreindýraráðs.

2. gr.

3. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Veiðitími er frá 1. ágúst til 15. september ár hvert. Umhverfisstofnun getur þó heimilað veiðar á törfum frá 15. júlí og lengt veiðitíma kúa til 20. september að fenginni umsögn hreindýraráðs. Ráðherra getur ákveðið, skv. tillögu Umhverfisstofnunar, að heimila veiðar á kúm á veiðisvæði 8 og 9 á tímabilinu frá 1. til 30. nóvember, sbr. 1. mgr. Ef ekki tekst á veiðitímanum að veiða nægilega mörg dýr til þess að stofnstærð verði innan fyrirhugaðra marka getur ráðherra heimilað Umhverfisstofnun veiðar utan veiðitíma, sbr. 1. og 3. málslið. Arður af þeim veiðum rennur til Umhverfisstofnunar, að frádregnum kostnaði, og skal nýttur til rannsókna og verkefna sem tengjast hreindýraveiðum. Ráðherra getur heimilað veiðar í vísindaskyni að fenginni umsögn Umhverfisstofnunar.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett skv. 14. gr. laga nr. 64/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 23. janúar 2013.

F. h. r.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Kjartan Ingvarsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.