1. gr.
Ákvæði um sektir og sviptingu ökuréttar í viðauka I vegna brota á 37. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. V. kafli laganna, orðast þannig:
Þegar ekið er yfir lögleyfðum hámarkshraða skal beita eftirfarandi töflu. Í fyrstu línu lárétt er lögleyfður hámarkshraði tilgreindur. Raunverulegur hraði ökutækis er tilgreindur í fyrstu línu lóðrétt. Sektarfjárhæð er tilgreind í þúsundum króna og sviptingartími í mánuðum.
|
Hraði |
30 |
35 |
50 |
60 |
70 |
80 |
90 |
|
36-40 |
5 |
||||||
|
41-45 |
10 |
5 |
|||||
|
46-50 |
15 |
10 |
|||||
|
51-55 |
20 |
15 |
|||||
|
56-60 |
25 |
20 |
5 |
||||
|
61-65 |
45 + 3 |
25 |
10 |
||||
|
66-70 |
55 + 3 |
30 |
15 |
5 |
|||
|
71-75 |
70 + 3 |
50 + 3 |
20 |
10 |
|||
|
76-80 |
55 + 3 |
25 |
15 |
5 |
|||
|
81-85 |
70 + 3 |
30 |
20 |
10 |
|||
|
86-90 |
40 |
30 |
15 |
10 |
|||
|
91-95 |
50 |
40 |
30 |
20 |
|||
|
96-100 |
60 |
50 |
40 |
30 |
10 |
||
|
101-110 |
90 + 3 |
60 |
50 |
50 |
30 |
||
|
111-120 |
110 + 3 |
80 + 1 |
60 |
60 |
50 |
||
|
121-130 |
130 + 3 |
110 + 3 |
80 + 1 |
80 |
70 |
||
|
131-140 |
130 + 3 |
110 + 2 |
110 + 1 |
90 |
|||
|
141-150 |
140 + 3 |
140 + 2 |
130 + 1 |
||||
|
151-160 |
150 + 3 |
140 + 2 |
|||||
|
161-170 |
150 + 3 |
Fyrirsögn greinarinnar í viðauka I orðast svo:
Almennar hraðatakmarkanir.
2. gr.
Ákvæði um sektir og sviptingu ökuréttar í viðauka I vegna brota á 38. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. V. kafli laganna, orðast svo:
Við ákvörðun sviptingar ökuréttar fyrir brot á þessum ákvæðum skal beita töflu 37. gr. að teknu tilliti til lögleyfðs hámarkshraða ökutækis.
Við ákvörðun sektar fyrir brot á þessum ákvæðum skal einnig beita töflu 37. gr. að teknu tilliti til lögleyfðs hámarkshraða ökutækis og að viðbættu 20% álagi á sektarfjárhæð.
Fyrirsögn greinarinnar í viðauka orðast svo:
Ökuhraði sérstakra gerða ökutækja.
3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 4. mgr. og 5. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 með síðari breytingum, sbr. lög nr. 69/2007, öðlast þegar gildi.
Samgönguráðuneytinu, 14. maí 2007.
Sturla Böðvarsson.
Ragnhildur Hjaltadóttir.