Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Stofnreglugerð

585/1993

Reglugerð um tilkynningu til Orkustofnunar um fjárfestingarverkefni.

REGLUGERÐ

um tilkynningu til Orkustofnunar um fjárfestingarverkefni.

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sem vísað er til í 1. tölul. IV. viðauka hans, skulu öðlast gildi með þeim breytingum og viðbótum sem leiða af bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Nánar tiltekið er hér um að ræða reglugerð EBE nr. 1056/72/EBE frá 18. maí 1972 um tilkynningu til framkvæmdastjórnarinnar um áhugaverð fjárfestingarverkefni fyrir bandalagið á sviði jarðolíu, jarðgass og raforku og nr. 1215/76/EBE um breytingu á þeirri reglugerð

Reglugerðirnar eru birtar sem fylgiskjöl með reglugerð þessari.

2. gr.

Reglugerðir þær sem um getur í 1. gr. skulu öðlast gildi hér á landi. Þar sem fjallað er um yfirvöld í reglugerðum þessum er átt við Orkustofnun.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er á grundvelli 82. gr. orkulaga nr. 58/ 1967, öðlast gildi þegar í stað.

Iðnaðarráðuneytið, 28. desember 1993.

Sighvatur Björgvinsson.

Þorkell Helgason.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.