Landbúnaðarráðuneyti

232/1968

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 127/1958, um meðferð búfjár við rekstur og flutning veð vögnum, skipum og flugvélum. - Brottfallin

1. gr.

5. gr. reglugerðarinnar orðist þannig:

Sýna skal sauðfé og öðrum skepnum fyllstu nærgætni við smölun og rekstur, forðast ber að hundbeita það eða þreyta um nauðsyn fram.

Þegar sauðfé, svín eða kálfar eru flutt með bifreiðum, skal ávallt vera gæzlumaður bifreiðastjóra til aðstoðar við flutningana. Skal gæzlumaður fylgjast vel með gripunum og gæta þess, að sem bezt fari um þá og þeir verði fyrir sem minnstu hnjaski.

Bifreiðar þær, sem ætlaðar eru til sauðfjárflutninga, skal útbúa sérstaklega til þeirra nota. Pallgrindur skulu þéttar og sléttar og eigi undir 90 cm á hæð. Flutningspall skal hólfa sundur með traustum grindum í stíur, er rúmi eigi yfir 12 kindur. Dyraumbúnaður skal vera traustur og öruggur. Þegar um langan flutning er að ræða (yfir 50 km), skal flutningspallur hólfaður sundur í miðju að endilöngu, svo að engin stía nái yfir þveran flutningspall. I· Flutningspall eða stíur skal strá hæfilega miklum sandi eða heyi til þess að draga úr hálku. Þegar sauðfé er flutt til slátrunar, skal leitazt við að nota grindur á bifreiðarpall til að draga úr hálku og óhreinindum.

Grindur skulu þannig gerðar, að en gin hætta sé á því, að fé festi fætur í þeim. Þegar fáir gripir eru fluttir um skamman veg (undir 50 km) er þó heimilt að nota tengivagna til þeirra flutninga. Þeir skulu vera með láréttu gólfi og útbúnir á sama hátt og framan greinir.

Leitazt skal við að flytja fé á meðan dagsbirtu nýtur. Verði því ekki við komið, skal hafa ljós á bifreiðarpalli, svo að vel sjáist um allan pallinn, meðan á flutningi stendur.

Til þess að forðast hnjask, mar og meiðsli skal búa svo um, að unnt sé að reka búfé á flutningspall og af honum aftur.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 21/1957, um dýravernd, og öðlast þegar gildi.

Í menntamálaráðuneytinu, 23. ágúst 1968.

Gylfi Þ. Gíslason.

Knútur Hallsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica