Dómsmála- og mannréttindaráðuneyti

1159/2010

Reglugerð um breytingu á reglugerð um för yfir landamæri nr. 1212/2007. - Brottfallin

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. reglugerðarinnar:

1. a-liður 1. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Framvísa gildum ferðaskilríkjum eða öðru kennivottorði sem heimilar honum för yfir landamæri, sbr. viðauka 3.

2. b-liður 1. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Hafa gilda vegabréfsáritun sé hann ekki undanþeginn áritunarskyldu, nema hann hafi gilt dvalarleyfi eða gilda vegabréfsáritun til langs tíma, sbr. viðeigandi viðauka í reglugerð um vegabréfsáritanir.

2. gr.

Á eftir viðauka 2 kemur nýr viðauki svohljóðandi:

VIÐAUKI 3

Kennivottorð sem viðurkennd eru sem ferðaskilríki í stað vegabréfs
við komu til Íslands og brottför.

Eftirtalin erlend kennivottorð eru viðurkennd sem ferðaskilríki í stað vegabréfs við komu til landsins og brottför:

  1. Ferðaskilríki fyrir flóttamenn sem gefið er út í samræmi við samning um réttarstöðu flóttamanna frá 28. júlí 1951. Ferðaskilríkið verður að vera gilt til ferðar til baka til útgáfuríkisins.
  2. Skilríki sem gefið er út af þar til bæru yfirvaldi til þess, sem er ríkisfangslaus, eða er ríkisborgari í öðru landi en því, sem gefið hefur út skjalið, enda uppfylli það að öðru leyti skilyrði sem sett eru í III. kafla reglugerðar um útlendinga nr. 53/2003.
  3. Eftirtalin kennivottorð sem gefin eru út til ríkisborgara hlutaðeigandi lands:

Austurríki:

Personalausweis, útgefið til ríkisborgara Austurríkis.

Belgía:

Carte d'Identité (Identiteitskaart, Personal-ausweis, Identity card), útgefið til ríkisborgara Belgíu.

Certificat d´identité útgefið til belgískra barna undir 12 ára aldri, skilyrði er þó að barnið ferðist með foreldri sem ber fullnægjandi ferðaskilríki.

Eistland:

Eesti Vabariik Isikutunnistus (Republic of Estonia Identity Card), útgefið til ríkisborgara Eistlands.

Frakkland:

Carte Nationale d'Identité, útgefið til ríkisborgara Frakklands.

Grikkland:

Deltio Taytotitas, útgefið til ríkisborgara Grikklands.

Holland:

Identiteitskaart B (Toeristenkaart), útgefið fyrir 1. janúar 1995 til ríkisborgara Hollands.

Europese identiteitskaart (European Identity Card, Carte d'Identité Européenne), útgefið eftir 31. desember 1994 til ríkisborgara Hollands.

Ítalía:

Carta d'Identità, útgefið til ríkisborgara Ítalíu.

Certificate to expatriate, útgefið til ríkisborgara Ítalíu sem er yngri en 15 ára, skilyrði er þó að barnið ferðist með foreldri sem ber fullnægjandi ferðaskilríki.

Liechtenstein:

Identitätskarte (Carte d'Identité, Carta d'Identità), útgefið til ríkisborgara Liechtenstein.

Litháen:

Asmens tapatybés kortelé (Personal Identity Card), útgefið til ríkisborgara Litháen.

Lúxemborg:

Carte d'Identité (Identitätskarte, Identity Card) og Titre d'Identité et de Voyage (Kinderausweis), útgefið til ríkisborgara Lúxemborgar.

Malta:

Karta TaL - Dentitá, útgefið til ríkisborgara Möltu.

Portúgal:

Bilhete de Identidade de Cidadao Nacional, útgefið til ríkisborgara Portúgal.

Pólland:

Rzeczpospolita Polska Dowód Osobisty, Republic of Poland/Identity Card, útgefið til ríkisborgara Póllands.

Slóvakía:

Obciansky Preukaz/Identification Card, útgefið til ríkisborgara Slóvakíu.

Slóvenía:

Osebna Izkaznica/Identity Card, útgefið til ríkisborgara Slóveníu.

Spánn:

Documento Nacional de Identidad, útgefið til ríkisborgara Spánar.

Sviss:

Carte d'Identité Citoyen Suisse (Identitätskarte Schweizerbürger, Carta d'Identità Cittadino Svizzero), útgefið til ríkisborgara Sviss.

Identitätskarte (Carte d'Identité, Carta d'Identità, Carta d'Identitad, Identity Card), útgefið eftir 30. júní 1994 til ríkisborgara Sviss.

Tékkland:

Obcansky Prúkaz (Czeck Republic Identification Card), útgefið til ríkisborgara Tékklands.

Ungverjaland:

Magyar Köstársaság (Személyazonosíto Igazolvány, Republic of Hungary Identity Card), útgefið til ríkisborgara Ungverjalands.

Þýskaland:

Personalausweis, Kinderausweis, Behelfsmässiger Personalausweis, útgefið til ríkisborgara Þýskalands.



  1. Sjóferðabók (seaman's book, seafarer's identity document) sem gefin er út í samræmi við ILO-samninga um persónuskilríki sjómanna nr. 108 frá 1958 eða 185 frá 2003 ásamt skjölum sem sýna fram á skráningu í eða úr skipsrúmi, í íslenskri eða erlendri höfn.
  2. Áhafnarskírteini fyrir flugáhafnir sem gefin eru út af þar til bæru yfirvaldi í aðildarríki að Alþjóðaflugmálastofnuninni (ICAO) ef handhafar þess sýna fram á að þeir séu skráðir í áhöfn loftfars sem er á Íslandi.
  3. NATO "Travel Order - Ordre de Mission OTAN" (fyrir starfsmenn NATO sem hafa stöðu hermanna), enda hafi handhafi herkennivottorð og sérstök eða sameiginleg ferðafyrirmæli NATO.
  4. "Leave order" NATO, enda hafi handhafi herkennivottorð og gilda ferðaheimild til Íslands. Skilríkið veitir heimild til dvalar á Íslandi í allt að þrjá mánuði.
  5. Ferðabréf (laissez-passer) Sameinuðu þjóðanna fyrir starfsmenn Sameinuðu þjóðanna, sérstofnana Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðakjarnorkumála­stofnunarinnar ef handhafar eru á ferðalagi í þágu framangreindra stofnana og þeir framvísa jafnframt ferðabréfi, yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna eða þeirrar stofnunar sem þeir starfa hjá, um að þeir séu að reka erindi Sameinuðu þjóðanna eða viðkomandi stofnunar.
  6. Gild ferðabréf (Ausweis, Laissez-passer, Lascia-passare) sem gefin eru út af Evrópusambandinu.
  7. Gild ferðabréf fyrir íbúa Kosovo (UNMIK Travel Document) sem gefin eru út af skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Kosovo (UNMIK - United Nations Mission in Kosovo).

3. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 3. mgr. 4. gr. og 58. gr. laga um útlendinga nr. 96/2002, öðlast þegar gildi. Við gildistöku hennar fellur úr gildi viðauki 2 í reglugerð um útlendinga nr. 53/2003.

Dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu, 9. desember 2010.

Ögmundur Jónasson.

Kristrún Kristinsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica