Samgönguráðuneyti

1045/2005

Reglugerð um breytingu á reglugerð um skemmtibáta nr. 168/1997. - Brottfallin

1. gr.

1. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Gildissvið og skilgreiningar.

Reglugerð þessi gildir um:

  1. með tilliti til hönnunar og smíði:
    1. skemmtibáta og hálfsmíðaða báta,
    2. einmenningsför á sjó,
    3. íhluta, sem um getur í II. viðauka, þegar þeir eru settir sér á markað á Evrópska efnahagssvæðinu og þegar þeir eru ætlaðir til uppsetningar,
  2. með tilliti til losunar með útblæstri:
    1. aflvélar sem eru settar í eða ætlaðar sérstaklega til uppsetningar á eða í skemmtibáta og einmenningsför á sjó,
    2. aflvélar sem eru settar á eða í þessa báta eftir "umtalsverða breytingu á vél",
  3. með tilliti til hávaðamengunar:
    1. skemmtibáta sem eru með skutdrif án sambyggðs útblásturskerfis eða með innanborðsaflvél,
    2. skemmtibáta sem eru með skutdrif án sambyggðs útblásturskerfis eða með innanborðsaflvél og sem umtalsverð breyting er gerð á og eru síðan settir á markað á Evrópska efnahagssvæðinu innan fimm ára frá því að breytingin átti sér stað,
    3. einmenningsför á sjó,
    4. innanborðsvélar og skutdrif með sambyggðu útblásturskerfi, ætlaðar til uppsetningar í skemmtibátum,
  4. ákvæði þessarar reglugerðar gilda einungis um framleiðsluvörurnar, sem falla undir ii-lið a-liðar og b- og c-lið, frá því að þær eru fyrst settar á markað og/eða teknar í notkun í fyrsta sinn eftir gildistökudag þessarar reglugerðar.

Eftirfarandi er undanskilið gildissviði þessarar reglugerðar:

  1. með tilliti til a-liðar 1. mgr.:
    1. bátar sem eru eingöngu ætlaðir til keppni, þ.m.t. kappróðrarbátar og árabátar til þjálfunar sem eru merktir sem slíkir af framleiðendum,
    2. kanóar og kajakar, gondólar og hjólabátar,
    3. seglbretti,
    4. brimbretti, þ.m.t. vélknúin brimbretti,
    5. upprunaleg, söguleg för og einstakar eftirlíkingar þeirra sem eru smíðuð fyrir 1950 og sem eru alfarið smíðuð úr upprunalegum efnivið og merkt sem slík af framleiðendum,
    6. tilraunaför, að því tilskildu að þau verði ekki síðar meir sett á markað á Evrópska efnahagssvæðinu,
    7. för smíðuð til eigin nota, að því tilskildu að þau verði ekki sett á markað á Evrópska efnahagssvæðinu um fimm ára skeið,
    8. för sem sérstaklega er gert ráð fyrir að hafi áhöfn og flytji farþega í ábataskyni, með fyrirvara um a-lið 2. mgr. 1. gr., einkum þeir sem eru skilgreindir í tilskipun 82/714/EBE frá 4. október 1982 um tæknilegar kröfur vegna skipa á skipgengum vatnaleiðum, óháð farþegafjölda,
    9. sökkvanleg för,
    10. svifnökkvar,
    11. spaðabátar,
    12. gufuknúnir bátar með ytri brennslu og brenna kolum, koksi, viði, olíu eða gasi,
  2. með tilliti til b-liðar 1. mgr.:
    1. aflvélar sem eru settar í eða sérstaklega ætlaðar til uppsetningar í eftirfarandi:
      • för sem eru eingöngu ætluð til keppni og merkt sem slík af framleiðendum,
      • tilraunaför, að því tilskildu að þau verði ekki síðar sett á markað á Evrópska efnahagssvæðinu,
      • för sem sérstaklega er gert ráð fyrir að hafi áhöfn og flytji farþega í ábataskyni, með fyrirvara um a-lið 2. mgr. 1. gr., einkum þau sem eru skilgreind í tilskipun 82/714/EBE, óháð farþegafjölda,
      • sökkvanleg för,
      • svifnökkva,
      • spaðabáta,
    2. upprunalegar og einstakar sögulegar eftirlíkingar aflvéla, byggðar á smíði frá því fyrir 1950, ekki sem raðframleiðsla en settar í báta, sem um getur v- og vii-lið a-liðar 2. gr.,
    3. aflvélar smíðaðar til eigin nota, að því tilskildu að þær verði ekki settar á markað á Evrópska efnahagssvæðinu um fimm ára skeið,
  3. með tilliti til c-liðar 1. mgr.:
    • öll för, sem um getur í b-lið þessarar málsgreinar,
    • för smíðuð til eigin nota, að því tilskildu að þau verði ekki sett á markað á Evrópska efnahagssvæðinu um fimm ára skeið.

Í þessari reglugerð er merking eftirfarandi hugtaka sem hér segir:

  1. "skemmtibátur": allar tegundir fara, ætluð til íþrótta og tómstunda, óháð knúningsmáta, sem eru með bollengd frá 2,5 m til 24 m, mælt í samræmi við samhæfða staðla. Sú staðreynd að hægt er að nota sama bátinn til leiguflutninga og til þjálfunar í skemmtisiglingum kemur ekki í veg fyrir að hann falli undir gildissvið þessarar reglugerðar þegar hann er settur á markað í tómstundaskyni,
  2. "einmenningsfar á sjó": bátur, undir 4 m að lengd, búinn brunahreyfli með vatnsgeisladælu sem helsta knúningsafli og sem reiknað er með að einn eða fleiri einstaklingar stýri, sitjandi, standandi eða krjúpandi, úti frekar en inni í stýrishúsi,
  3. "aflvél": allir brunahreyflar með neista- eða þjöppukveikju sem eru notaðir sem knúningsafl, þ.m.t. innanborðstvígengis- og -fjórgengisvélar, skutdrif með eða án sambyggðs útblásturskerfis og utanborðsvélar,
  4. "umtalsverð breyting á vél": breyting á vél sem:
    • kann að valda því að vélin fari yfir viðmiðunarmarkið fyrir losun, sem er sett fram í B-hluta I. viðauka, að undanskilinni kerfisbundinni endurnýjun á íhlutum sem breytir ekki eiginleikum losunar, eða
    • eykur nafnafl vélarinnar um meira en 15%,
  5. "umtalsverð breyting á fari": breyting á fari sem:
    • hefur í för með sér breytingu á aðferð við að knýja farið áfram,
    • felur í sér umtalsverða breytingu á vél,
    • felur í sér það mikla breytingu á farinu að það telst vera nýtt far,
  6. "knúningsaðferð": vélræn aðferð sem er notuð til að knýja farið áfram, t.d. með skrúfu eða vatnsgeisladælu,
  7. "hópur véla": flokkun framleiðenda véla sem, með tilliti til hönnunar þeirra, má gera ráð fyrir að hafi svipuð einkenni hvað varðar losun með útblæstri og sem eru í samræmi við kröfur þessarar reglugerðar varðandi losun með útblæstri,
  8. "framleiðandi": einstaklingur eða lögaðili sem hannar og framleiðir vöru sem fellur undir þessa reglugerð eða lætur hanna og/eða framleiða slíka framleiðsluvöru í því skyni að setja hana sjálfur á markað,
  9. "viðurkenndur fulltrúi": einstaklingur eða lögaðili með staðfestu innan Evrópska efnahagssvæðisins sem hefur skriflegt umboð frá framleiðanda til að koma fram fyrir hans hönd með tilliti til skuldbindinga þess síðarnefnda samkvæmt þessari reglugerð.

2. gr.

4. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Frjálsir flutningar framleiðsluvara sem um getur í 1. mgr. 1. gr.

Siglingastofnun skal ekki banna, takmarka eða koma í veg fyrir að settar verði á markað og/eða teknar í notkun á Íslandi framleiðsluvörur, sem um getur í 1. mgr. 1. gr. og eru merktar CE-merkinu, sem um getur í IV. viðauka, sem gefur til kynna samræmi þeirra við öll ákvæði þessarar reglugerðar, þar á meðal samræmisreglurnar í II. kafla.

Siglingastofnun skal ekki banna, takmarka eða koma í veg fyrir að settir verði á markað hálfsmíðaðir bátar ef bátasmiðurinn eða viðurkenndur fulltrúi hans með staðfestu á Evrópska efnahagssvæðinu eða einstaklingur sem er ábyrgur fyrir markaðssetningu lýsir því yfir, í samræmi við a-lið í III. viðauka, að þeir verði fullgerðir af öðrum.

Siglingastofnun skal ekki banna, takmarka eða hindra að íhlutar, sem um getur í II. viðauka og eru merktir CE-merkinu, sem um getur í IV. viðauka, sem gefur til kynna samræmi þeirra við viðeigandi grunnkröfur, verði settir á markað og/eða teknir í notkun, ef þessum íhlutum fylgir skrifleg samræmisyfirlýsing, eins og kveðið er á um í XV. viðauka, og ætlunin er að setja þessa íhluti í skemmtibáta, í samræmi við yfirlýsingu, sem um getur í b-lið III. viðauka, frá framleiðandanum, viðurkenndum fulltrúa hans með staðfestu á Evrópska efnahagssvæðinu eða, í tilviki innflutnings frá þriðja landi, frá einstaklingi sem setur þessa íhluta á markað á EES svæðinu.

Siglingastofnun skal ekki banna, takmarka eða koma í veg fyrir að settar verði á markað og/eða teknar í notkun:

  • innanborðsvélar og skutdrif án sambyggðs útblásturskerfis,
  • vélar sem eru með gerðarviðurkenningu samkvæmt tilskipun 97/68/EB og eru í samræmi við II. þrep, sem kveðið er á um í lið 4.2.3 í I. viðauka við þá tilskipun og,
  • vélar sem eru með gerðarviðurkenningu samkvæmt tilskipun 88/77/EBE,

ef framleiðandi eða viðurkenndur fulltrúi hans með staðfestu á Evrópska efnahagssvæðinu lýsir því yfir í samræmi við 3. lið XV. viðauka að vélin, þegar hún er sett í skemmtibát eða einmenningsfar á sjó í samræmi við notkunarleiðbeiningar framleiðanda, sé í samræmi við kröfur þessarar reglugerðar varðandi losun með útblæstri.

Siglingastofnun skal ekki hindra að framleiðsluvörur, sem um getur í 1. mgr. 1. gr. og eru ekki í samræmi við þessa reglugerð, séu til sýnis á kaupstefnum, sýningum, kynningum o.s.frv., að því tilskildu að vel sýnilegt merki gefi greinilega til kynna að slíkar framleiðsluvörur megi ekki setja á markað eða taka í notkun fyrr en þær hafa verið færðar til samræmis við tilskildar kröfur.

Ef framleiðsluvörurnar, sem um getur í 1. mgr. 1. gr., falla undir ákvæði annarra reglugerða, sem taka til annarra þátta og kveða á um áfestingu CE-merkis, skal merkið gefa til kynna að slíkar framleiðsluvörur uppfylli einnig ákvæði þeirra reglugerða. CE-merkið skal gefa til kynna samræmi við ákvæði þeirra reglugerða sem beitt er eða viðkomandi hluta þeirra. Í þessu tilviki skulu tilvísanir til áðurnefndra reglugerða, sem framleiðandi beitir, eins og þær eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda, koma fram í þeim skjölum, samræmisyfirlýsingum eða notkunarleiðbeiningum sem krafist er í reglugerðum og fylgja slíkum framleiðsluvörum.

3. gr.

6. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Öryggisákvæði.

Ef Siglingastofnun Íslands kemst að raun um að framleiðsluvörur, sem falla undir gildissvið 1. gr. og bera CE-merkið sem um getur í IV. viðauka, kunna að stofna öryggi og heilbrigði einstaklinga, eignum og umhverfi í hættu, þó að þær séu rétt hannaðar, smíðaðar, settar upp eftir því sem við á, rétt haldið við og þær notaðar eins og til er ætlast, skal það gera viðeigandi, tímabundnar ráðstafanir til þess að taka þær af markaði eða banna eða koma í veg fyrir að þær verði settar á markað og/eða teknar í notkun.

4. gr.

7. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Samræmismat.

Áður en markaðssetning og/eða notkun hefst á þeim framleiðsluvörum sem um getur í 1. mgr. 1. gr. skal framleiðandinn eða viðurkenndur fulltrúi hans með staðfestu innan Evrópska efnahagssvæðisins fara eftir þeim reglum sem um getur í 2., 3. og 4. mgr. þessarar greinar. Ef hvorki framleiðandinn né viðurkenndur fulltrúi hans með staðfestu innan Evrópska efnahagssvæðisins axlar ábyrgðina á því að framleiðsluvara sé í samræmi við ákvæði þessarar tilskipunar, að því er varðar mat sem fer fram að lokinni smíði skemmtibáts, getur hvaða einstaklingur eða hvaða lögaðili með staðfestu innan Evrópska efnahagssvæðisins sem er, sem setur framleiðsluvöruna á markað og/eða tekur hana í notkun á eigin ábyrgð, tekið á sig ábyrgðina. Í slíku tilviki verður einstaklingurinn, sem setur framleiðsluvöruna á markað eða tekur hana í notkun, að leggja fyrir tilkynntan aðila umsókn um skýrslu að lokinni smíði. Einstaklingurinn, sem setur framleiðsluvöruna á markað og/eða tekur hana í notkun, verður að láta tilkynnta aðilanum í té öll tiltæk skjöl og öll tiltæk tækniskjöl sem varða fyrstu markaðssetningu framleiðsluvörunnar í upprunalandinu. Tilkynnti aðilinn skal skoða hverja einstaka framleiðsluvöru og vinna útreikninga og annað mat til að tryggja samræmi hennar við viðkomandi kröfur þessarar tilskipunar. Á auðkennisplötu framleiðanda, sem lýst er í lið 2.2 í I. viðauka, skal m.a. standa ("vottorð að lokinni smíði"). Tilkynnti aðilinn skal semja samræmisskýrslu út frá matinu, sem unnið var, og upplýsa einstaklinginn, sem setur framleiðsluvöruna á markað og/eða tekur hana í notkun, um skuldbindingar hans. Sá einstaklingur skal semja samræmisyfirlýsingu (sjá XV. viðauka) og setja eða láta setja CE-merkið á framleiðsluvöruna ásamt auðkennisnúmeri hlutaðeigandi tilkynnts aðila.

Við A- og B-hönnun og smíði framleiðsluvara, sem um getur í a-lið 1. mgr. 1. gr., skal framleiðandinn eða viðurkenndur fulltrúi hans með staðfestu innan Evrópska efnahagssvæðisins fara að eftirfarandi reglum um bátahönnunarflokka A, B, C og D, eins og um getur í 1. lið A-hluta I. viðauka:

  1. flokkar A og B
    1. fyrir báta með bollengd frá 2,5 m til 12 m: innri framleiðslustýring og prófanir (aðferðareining Aa), sem um getur í VI. viðauka, eða EB-gerðarprófun (aðferðareining B), eins og lýst er í VII. viðauka, ásamt gerðarsamræmi (aðferðareining C), sem um getur í VIII. viðauka, eða einhver af eftirfarandi aðferðareiningum: B+D eða B+E eða B+F eða G eða H,
    2. fyrir báta með bollengd frá 12 m til 24 m: EB-gerðarprófun (aðferðareining B), sem um getur í VII. viðauka, ásamt gerðarsamræmi (aðferðareining C), sem um getur í VIII. viðauka, eða einhver af eftirfarandi aðferðareiningum: B+D eða B+E eða B+F eða G eða H,
  2. flokkur C:
    1. fyrir báta með bollengd frá 2,5 m til 12 m:
      • þar sem samhæfðir staðlar varðandi liði 3.2 og 3.3 í A-hluta I. viðauka eru uppfylltir: innri framleiðslustýring (aðferðareining A), sem um getur í V. viðauka, eða innri framleiðslustýring ásamt prófunum (aðferðareining Aa), sem um getur í VI. viðauka, eða EB-gerðarprófun (aðferðareining B), eins og lýst er í VII. viðauka, ásamt gerðarsamræmi (aðferðareining C), sem um getur í VIII. viðauka, eða einhver af eftirfarandi aðferðareiningum: B+D eða B+E eða B+F eða G eða H,
      • þar sem samhæfðir staðlar varðandi liði 3.2 og 3.3 í A-hluta I. viðauka eru ekki uppfylltir: innri framleiðslustýring og prófanir (aðferðareining Aa), sem um getur í VI. viðauka, eða EB-gerðarprófun (aðferðareining B), eins og lýst er í VII. viðauka, ásamt gerðarsamræmi (aðferðareining C), sem um getur í VIII. viðauka, eða einhver af eftirfarandi aðferðareiningum: B+D eða B+E eða B+F eða G eða H,
    2. fyrir báta með bollengd frá 12 m til 24 m: EB-gerðarprófun (aðferðareining B), sem um getur í VII. viðauka, ásamt gerðarsamræmi (aðferðareining C), sem um getur í VIII. viðauka, eða einhver af eftirfarandi aðferðareiningum: B+D eða B+E eða B+F eða G eða H,
  3. flokkur D:
    fyrir báta með bollengd frá 2,5 m til 24 m: innri framleiðslustýring (aðferðareining A), sem um getur í V. viðauka, eða innri framleiðslustýring ásamt prófunum (aðferðareining Aa), sem um getur í VI. viðauka, eða EB-gerðarprófun (aðferðareining B), eins og lýst er í VII. viðauka, ásamt gerðarsamræmi (aðferðareining C), sem um getur í VIII. viðauka, eða einhver af eftirfarandi aðferðareiningum: B+D eða B+E eða B+F eða G eða H,
  4. einmenningsfar á sjó:
    innri framleiðslustýring (aðferðareining A), sem um getur í V. viðauka, eða innri framleiðslustýring ásamt prófunum (aðferðareining Aa), sem um getur í VI. viðauka, eða EB-gerðarprófun (aðferðareining B), eins og lýst er í VII. viðauka, ásamt gerðarsamræmi (aðferðareining C), sem um getur í VIII. viðauka, eða einhver af eftirfarandi aðferðareiningum: B+D eða B+E eða B+F eða G eða H,
  5. íhlutar sem um getur í II. viðauka: einhver af eftirfarandi aðferðareiningum: B+C eða B+D eða B+F eða G eða H.

    Með tilliti til losunar með útblæstri:
    að því er varðar framleiðsluvörur sem um getur í b-lið 1. mgr. 1. gr. skal framleiðandi vélarinnar eða viðurkenndur fulltrúi hans með staðfestu innan Evrópska efnahagssvæðisins nota EB-gerðarprófun (aðferðareining B), sem lýst er í VII. viðauka, ásamt gerðarsamræmi (aðferðareining C), sem um getur í VIII. viðauka, eða einhverja af eftirfarandi aðferðareiningum: B+D, eða B+E, eða B+F, eða G eða H.

    Með tilliti til hávaðamengunar:

    1. að því er varðar framleiðsluvörur, sem um getur í i- og ii-lið c-liðar 1. mgr. 1. gr., skal bátasmiðurinn eða viðurkenndur fulltrúi hans með staðfestu innan Evrópska efnahagssvæðisins nota:
      1. ef notaður er samhæfður staðall fyrir hávaðamælingu við prófanirnar: annaðhvort innri framleiðslustýringu ásamt prófunum (aðferðareining Aa), sem um getur í VI. viðauka, eða einingarsannprófun (aðferðareining G), sem um getur í XI. viðauka, eða fulla gæðatryggingu (aðferðareining H), sem um getur í XII. viðauka,
      2. ef Froude-talan og aðferðin við að mæla hlutfall milli vélarafls og slagrýmis er notuð við matið: annaðhvort innri framleiðslustýringu (aðferðareining A), sem um getur í V. viðauka, eða innri framleiðslustýringu ásamt prófunum (aðferðareining Aa), sem um getur í VI. viðauka, eða einingarsannprófun (aðferðareining G), sem um getur í XI. viðauka, eða fulla gæðatryggingu (aðferðareining H), sem um getur í XII. viðauka,
      3. ef gögn um staðfestan viðmiðunarbát, sem tekin eru upp í samræmi við i-lið, eru notuð við matið: annaðhvort innri framleiðslustýringu (aðferðareining A), sem um getur í V. viðauka, eða innri framleiðslustýringu ásamt viðbótarkröfum (aðferðareining Aa), sem um getur í VI. viðauka, eða einingarsannprófun (aðferðareining G), sem um getur í XI. viðauka, eða fulla gæðatryggingu (aðferðareining H), sem um getur í XII. viðauka,
    2. að því er varðar framleiðsluvörur, sem um getur í iii- og iv-lið c-liðar 1. mgr. 1. gr., skal framleiðandi einmenningsfars á sjó eða vélar eða viðurkenndur fulltrúi hans með staðfestu innan Evrópska efnahagssvæðisins nota: innri framleiðslustýringu ásamt viðbótarkröfum, sem um getur í VI. viðauka (aðferðareining Aa), eða aðferðareiningu G eða H.

5. gr.

1. mgr. 8. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Samgönguráðuneytið tilkynnir Eftirlitsstofnun EFTA og hinum aðildarríkjum hins Evrópska efnahagssvæðis um þá aðila sem þau hafa tilnefnt til að inna verkefni af hendi sem lúta að reglum um samræmismatið sem um getur í 7. gr., ásamt sérverkefnum sem þessir aðilar hafa verið tilnefndir til að inna af hendi og kenninúmerin sem framkvæmdastjórn ESB hefur úthlutað þeim fyrirfram.

6. gr.

1., 2., 3. og 4. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Þegar eftirtaldar framleiðsluvörur eru settar á markað skulu þær bera CE-samræmismerkið:

  1. skemmtibátar, einmenningsför á sjó og íhlutar, sem um getur í II. viðauka, og sem álitið er að samræmist grunnkröfunum sem settar eru fram í I. viðauka,
  2. utanborðsvélar sem álitið er að samræmist grunnkröfunum sem settar eru fram í B- og C-hluta I. viðauka,
  3. skutdrif með sambyggðu útblásturskerfi sem álitið er að samræmist grunnkröfunum sem settar eru fram í B- og C-hluta I. viðauka.

CE-samræmismerkið, eins og það er sýnt í IV. viðauka, skal fest á skemmtibáta og einmenningsför á sjó, eins og tilgreint er í lið 2.2 í A-hluta I. viðauka, á íhluta þeirra, eins og tilgreint er í II. viðauka, og/eða á umbúðir þeirra og á utanborðsvélar og skutdrif með sambyggðu útblásturskerfi, eins og tilgreint er í lið 1.1 í B-hluta I. viðauka, á greinilegan, læsilegan og óafmáanlegan hátt. CE-merkinu skal fylgja kenninúmer Siglingastofnunar Íslands.

CE-merkinu skal fylgja kenninúmer tilkynnts aðila sem er ábyrgur fyrir því að reglunum í IX., X., XI., XII. og XVI. viðauka sé komið í framkvæmd.

Bannað er að festa á skemmtibáta merki eða áletranir sem geta valdið því að þriðju aðilar fái villandi upplýsingar um þýðingu og útfærslu CE-merkisins. Heimilt er að festa öll önnur merki á framleiðsluvörur, sem falla undir þessa tilskipun, og/eða á umbúðir þeirra, að því tilskildu að það geri CE-merkið ekki ógreinilegra eða ólæsilegra.

7. gr.

11. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Viðurlög.

Brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar varða viðurlögum samkvæmt 29. grein laga nr. 47/2003 um eftirlit með skipum.

8. gr.

Við reglugerðina bætist ný grein til bráðabirgða sem orðast svo:

Bráðabirgðaákvæði.

Svo fremi sem framleiðsluvörur séu í samræmi við gildandi reglur þegar þessi reglugerð er sett, má setja þær á markað og/eða taka þær í notkun, sem hér segir:

  1. til og með 31. desember 2005 ef framleiðsluvörurnar falla undir a-lið 1. mgr. 1. gr.,
  2. til og með 31. desember 2005 ef um er að ræða þjöppukveikju og fjórgengisvélar með neistakveikju og
  3. til og með 31. desember 2006 ef um er að ræða tvígengisvél með neistakveikju.

9. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á I. viðauka reglugerðarinnar:

  1. Fyrirsögn I. viðauka orðast svo:

    I. VIÐAUKI
    GRUNNKRÖFUR
    FORMÁLSORÐ

    Í þessum viðauka merkir hugtakið "far" skemmtibát og einmenningsfar á sjó.

    A. Grunnöryggiskröfur um hönnun og smíði skemmtibáta.

  2. Í stað töflunnar "1. HÖNNUNARFLOKKAR FYRIR FÖR" kemur eftirfarandi:

    Hönnunarflokkur

    Vindhraði
    (á Beaufort-kvarða)

    Hæð kenniöldu
    (H 1/3 metrar)

    A - "Úthafsför"

    meiri en 8

    hærri en 4

    B - "Grunnsævisför"

    8 eða minna

    4 eða lægri

    C - "Strandför"

    6 eða minna

    2 eða lægri

    D - "För á skýldum hafsvæðum /vatnaleiðum"

    4 eða minna

    0,3 eða lægri



  3. Skilgreiningin á hönnunarflokki A fyrir för orðast svo:
    1. Úthafsför: Hönnuð fyrir lengri ferðir þar sem vindhraði getur mælst meiri en 8 vindstig (á Beaufort-kvarða) og hæð kenniöldu er 4 m eða hærri, burtséð frá óvenjulegum aðstæðum, og bátar sem eru að mestu sjálfbærir.
  4. Skilgreining á hönnunarflokki D fyrir för orðast svo:
    1. För á skýldum hafsvæðum/vatnaleiðum: Hönnuð fyrir ferðir á skýldu strandsævi, víkum, vötnum, ám og skurðum þar sem vindhraði getur mælst allt að 4 vindstig og hæð kenniöldu er allt að 0,3 m, með stöku öldum sem ná 0,5 m hámarkshæð, t.d. frá skipum sem sigla framhjá þeim.
  5. Síðasti undirliður undir "1. Hönnunarflokkar fyrir för" orðast svo:
    För í hverjum flokki skulu hönnuð og smíðuð þannig að þau standist þessar færibreytur að því er varðar stöðugleika, uppdrift og aðrar viðeigandi grunnkröfur sem eru taldar upp í I. viðauka og að þau hafi góða stjórnhæfniseiginleika.
  6. Textinn við "2. Almennar kröfur" orðast svo:
    Framleiðsluvörur, sem falla undir a-lið 1. mgr. 1. gr., skulu samræmast grunnkröfunum sem gilda um þær.
  7. Í lið 2.1:
    1. orðast fyrirsögn svo: "Auðkenni fars",
    2. orðast inngangsorðin svo:
      Á öllum förum skal vera kenninúmer ásamt eftirfarandi upplýsingum:
  8. Í lið 2.2 "Auðkennisplata framleiðanda" orðast fjórði undirliður svo:
    • hámarksfarmur, sem framleiðandi mælir með í samræmi við lið 3.6, að undanskilinni þyngd innihalds föstu tankanna þegar þeir eru fullir,
  9. Í lið 3.6 "Hámarksfarmur sem framleiðandi mælir með" falla eftirfarandi orð niður:
    ..., eins og tilgreint er á auðkennisplötu framleiðanda,...
  10. Í 5. lið "Kröfur um uppsetningu" bætist við liður er orðast svo:
    5.1.5. Einmenningsfar á sjó án stjórnanda:
    Einmenningsfar á sjó skal annaðhvort hannað með sjálfvirku gangrofi vélar eða með sjálfvirkum búnaði til að draga úr ferð, sigla í hring og áfram þegar stjórnandinn fer sjálfviljugur frá borði eða fellur fyrir borð.
  11. Liður 5.2.2 orðast svo:
    5.2.2. Eldsneytisgeymar.
    Tryggilega skal gengið frá eldsneytisgeymum, leiðslum og slöngum og þær aðskildar eða varðar gegn öllum þýðingarmiklum hitagjöfum. Efnið sem geymarnir eru smíðaðir úr og útfærsla þeirra skal vera í samræmi við rými þeirra og eldsneytisgerð. Allir geymar skulu hafa loftræstibúnað.
    Bensín skal geymt í geymum sem eru ekki hluti af bol bátsins og eru:
    a) einangraðir frá vélarrúminu og öllum öðrum kveikjugjöfum,
    b) aðskildir vistarverum,
    Geyma má dísileldsneyti í geymum sem eru hluti af bol bátsins.
  12. Liður 5.6.2 orðast svo:
    5.6.2. Slökkvibúnaður.
    För skulu útbúin með slökkvibúnaði sem er í samræmi við eldhættuna en annars ber að tilgreina hvar hentugum búnaði, sem samsvarar eldhættunni, hefur verið komið fyrir og hversu öflugur hann er. Ekki má taka farið í notkun fyrr en hentugum slökkvibúnaði hefur verið komið fyrir. Bensínvélarrými skal varið með þannig slökkvikerfi að ekki sé þörf á að opna rýmið ef kviknar í. Ef hreyfanleg slökkvitæki eru sett upp skal þeim komið þannig fyrir að auðvelt sé að komast að þeim og eitt þeirra skal þannig staðsett að auðvelt sé að ná í það frá aðalstýristað farsins.
  13. liður 5.8 orðast svo:
    5.8. Búnaður til að koma í veg fyrir losun og búnaður til að auðvelda flutning úrgangs upp á land.
    Bátar skulu þannig smíðaðir að ekki sé hætta á að mengunarefni (olía, eldsneyti o.s.frv.) verði losuð í sjóinn.
    Bátar með salerni skulu annaðhvort hafa:
    a) safngeyma, eða
    b) möguleika á að hafa safngeyma.
    Bátar með varanlega uppsettum safngeymum skulu hafa staðlaða tengingu fyrir losun til að unnt sé að tengja rör sem taka við úrgangi við frárennslisrör bátsins.
    Þar að auki skulu öll rör fyrir mannaúrgang, sem liggja gegnum bol bátsins, útbúin með tryggum lokunarbúnaði.
  14. Við viðaukann bætast nýjar greinar er orðast svo:
    B. Grunnkröfur að því er varðar losun með útblæstri frá aflvélum.
    Aflvélar skulu vera í samræmi við grunnkröfurnar að því er varðar losun með útblæstri
    1. Auðkenni vélar.
      1.1. Hver vél skal vera greinilega merkt með eftirfarandi upplýsingum:
      • vörumerki eða viðskiptaheiti framleiðanda vélarinnar,
      • gerð vélar, hópi véla, ef við á,
      • kenninúmeri vélar,
      • CE-merki, sé þess krafist skv. 7. gr.
      1.2. Merkingar þessar skulu endast eðlilegan endingartíma vélarinnar og skulu vera auðlesnar og óafmáanlegar. Ef merkimiðar eða -plötur eru notaðar skulu þær vera festar á þann hátt að festingin endist eðlilegan endingartíma vélarinnar og að ekki sé hægt að fjarlægja merkimiðana/-plöturnar án þess að eyðileggja þær eða gera þær ólæsilegar.
      1.3. Merkingar þessar skulu festar við einhvern vélarhluta sem er nauðsynlegur við eðlilega notkun vélarinnar og sem að öllu jöfnu þarf ekki að endurnýja svo lengi sem vélin endist.
      1.4. Merkingum þessum skal vera þannig fyrir komið að venjulegt fólk komi auðveldlega auga á þær eftir að vélin hefur verið sett saman með öllum þeim íhlutum sem nauðsynlegir eru fyrir notkun hennar.
    2. Kröfur er varða losun með útblæstri.
      Aflvélar skulu hannaðar, smíðaðar og settar saman þannig að losun fari ekki yfir viðmiðunarmörk eftirfarandi töflu þegar þær eru settar upp á réttan hátt og notkun er eðlileg:
      Tafla 1
      (g/kWh)

      Gerð

      Kolsýringur

      CO = A + B/PNn

      Vetniskolefni

      HC = A + B/PNn

      Köfnunar-efnisoxíð
      (NOx)

      Agnir PT

      A

      B

      n

      A

      B

      n

         

      Tvígengisvél með neistakveikju

      150,0

      600,0

      1,0

      30,0

      100,0

      0,75

      10,0

      Á ekki við

      Fjórgengisvél með neistakveikju

      150,0

      600,0

      1,0

      6,0

      50,0

      0,75

      15,0

      Á ekki við

      Þjöppukveikja

      5,0

      0

      0

      1,5

      2,0

      0,5

      9,8

      1,0

      Ef A, B og n eru fastar í samræmi við töfluna er PN nafnafl vélarinnar í kW og losun með útblæstri er mæld í samræmi við samhæfða staðalinn.

      Þegar vélar eru yfir 130 kW ber að nota annan hvorn vinnsluhringinn E3 (IMO) eða E5 (vélar í skemmtibáta).

      Viðmiðunareldsneyti fyrir losunarprófanir á vélum sem brenna bensíni og dísilolíu skal vera eins og tilgreint er í tilskipun 98/69/EB (tafla 1 og 2 í IX. viðauka) og fyrir losunarprófanir á vélum sem brenna fljótandi jarðolíugasi skal það vera eins og tilgreint er í tilskipun 98/77/EB.

    3. Ending.
      Framleiðandi vélar skal láta í té uppsetningar- og viðhaldsleiðbeiningar sem ættu að sjá til þess, ef farið er eftir þeim, að vélin, miðað við venjulega notkun, uppfylli áfram framangreind mörk á eðlilegum endingartíma vélarinnar við venjuleg notkunarskilyrði.
      Framleiðandi vélar skal afla þessara upplýsinga með undanfarandi þolprófun, sem byggist á venjulegum prófunarlotum, og með því að reikna út slit á íhlutum, svo að hann geti samið nauðsynlegar viðhaldsleiðbeiningar og látið fylgja öllum nýjum vélum þegar þær eru settar á markað í fyrsta sinn.
      Með eðlilegum endingartíma vélar er átt við:

      a) innanborðsvélar eða skutdrif með eða án sambyggðs útblásturskerfis: 480 klukkustundir eða 10 ár, hvort sem verður fyrr,
      b) vélar í einmenningsförum á sjó: 350 klukkustundir eða fimm ár, hvort sem verður fyrr,
      c) utanborðsvélar: 350 klukkustundir eða 10 ár, hvort sem verður fyrr.
    4. Notendahandbók.
      Notendahandbók skal fylgja með hverri vél á tungumáli eða tungumálum ríkja Evrópska efnahagssvæðisins, að ákvörðun þess aðildarríkis þar sem setja á vélina á markað. Í handbókinni verða að vera:
      a) uppsetningar- og viðhaldsleiðbeiningar sem nauðsynlegar eru til að tryggja að vélin starfi eðlilega og samræmist kröfunum í 3. lið (Ending),
      b) upplýsingar um afl vélarinnar, mælt í samræmi við samhæfða staðalinn.

    C. Grunnkröfur að því er varðar hávaðamengun

    Skemmtibátur með innanborðsvélar eða skutdrif án sambyggðs útblásturskerfis, einmenningsfar á sjó og utanborðsvélar og skutdrif með sambyggðu útblásturskerfi skulu vera í samræmi við eftirfarandi grunnkröfur að því er varðar hávaðamengun.

    1. Hávaðastig.
      1.1. Skemmtibáta með innanborðsvélar eða skutdrif án sambyggðs útblásturskerfis, einmenningsfar á sjó og utanborðsvélar og skutdrif með sambyggðu útblásturskerfi skal hanna, smíða og setja saman þannig að hávaðamengun, mæld í samræmi við prófanir í samhæfða staðlinum, fari ekki yfir viðmiðunarmörk eftirfarandi töflu:

      Tafla 2

      Afl einstakrar vélar

      kW

      Hámarkshljóðþrýstingsstig =
      LpASmax
      dB

      PN ≤ 10

      67

      10 < PN ≤ 40

      72

      PN > 40

      75

      þar sem PN = nafnafl vélar í kW á nafnhraða og LpASmax = hámarkshljóðþrýstingsstig í dB.
      Fyrir einingar með tvær eða margar vélar af öllum gerðum má frávikið vera 3 dB.

      1.2. Annar kostur en hljóðmæling er að skemmtibátur með innanborðsvél eða skutdrif án sambyggðs útblásturskerfis telst samræmast þessum hávaðakröfum ef Froude-talan er ≤ 1,1 og hlutfallið milli vélarafls og slagrýmis er ≤ 40 og vél og útblásturskerfi er sett upp í samræmi við forskrift frá framleiðanda vélarinnar.
      1.3. "Froude-tala" finnst með því að deila kvaðratrótinni af lengd vatnslínunnar lwl (m) í hámarkshraða báts V (m/s) og margfalda með uppgefnum þyngdarfasta (g = 9,8 m/s2)
      Fn =
           V      
      (g.Lw1)

      "Hlutfallið milli vélarafls og slagrýmis" finnst með því að deila slagrými 
      báts D (t) =  P  í vélarafl P (kW).
       D 
      1.4. Enn annar kostur í stað hljóðmælingar er að skemmtibátur með innanborðsvél eða skutdrif án sambyggðs útblásturskerfis telst samræmast þessum hávaðakröfum ef helstu hönnunarfæribreytur eru jafngildar eða samrýmast hönnunarfæribreytum fyrir staðfest viðmiðunarfar eða eru innan þeirra vikmarka sem eru tilgreind í samhæfða staðlinum.
      1.5. "Staðfest viðmiðunarfar" er sérstök samsetning af bol og innanborðsvél eða skutdrifi án sambyggðs útblásturskerfis, sem samræmist kröfum er varða hávaðamengun, þegar hávaðamengun er mæld í samræmi við lið 1.1, og verða allar helstu viðkomandi hönnunarfæribreytur og hljóðstigsmælingar síðan að hafa verið tilgreindar í opinberri skrá yfir staðfest viðmiðunarför.
    2. Notendahandbók.
      Að því er varðar skemmtibáta með innanborðsvél eða skutdrif með eða án sambyggðs útblásturskerfis og einmenningsför á sjó skal notendahandbókin, sem krafist er samkvæmt lið 2.5 í A-hluta I. viðauka, innihalda upplýsingar sem eru nauðsynlegar til að halda farinu og útblásturskerfinu í því ástandi sem, eftir því sem unnt er, tryggir samræmi við tiltekin hávaðamörk við venjulega notkun.
      Að því er varðar utanborðsvélar skal notendahandbókin, sem krafist er skv. 4. lið B-hluta I. viðauka, innihalda leiðbeiningar sem eru nauðsynlegar til að halda utanborðsvélinni í því ástandi sem, eftir því sem unnt er, tryggir samræmi við tiltekin hávaðamörk við venjulega notkun.

10. gr.

4. liður II. viðauka reglugerðarinnar orðast svo:

4. Eldsneytisgeymar ætlaðir fyrir fasta uppsetningu og eldsneytisleiðslur.

11. gr.

VI. viðauki reglugerðarinnar orðast svo:

VI. VIÐAUKI
INNRI FRAMLEIÐSLUSTÝRING ÁSAMT PRÓFUNUM
(aðferðareining Aa, 1. kostur)

Þessi aðferðareining er sett saman úr aðferðareiningu A, eins og um getur í V. viðauka, og eftirfarandi viðbótarkröfum:

A. Hönnun og smíði.

Framleiðandinn eða aðilar fyrir hans hönd láta fara fram eina eða fleiri eftirfarandi prófana á einum eða fleiri förum sem eru dæmigerð fyrir framleiðslu framleiðanda eða sjá um samsvarandi útreikninga eða eftirlit:

  1. stöðugleikaprófun í samræmi við lið 3.2 í grunnkröfunum (A-hluti I. viðauka),
  2. prófun á uppdriftseiginleikum í samræmi við lið 3.3 í grunnkröfunum (A-hluti I. viðauka).

Eftirfarandi ákvæði gilda um báðar prófanir:

Prófanirnar, útreikningarnir eða eftirlitið skal vera á ábyrgð tilkynnts aðila sem framleiðandi velur.

B. Hávaðamengun.

Að því er varðar skemmtibáta með innanborðsvél eða skutdrif án sambyggðs útblásturskerfis og einmenningsför á sjó:

Framleiðandi fars eða aðilar fyrir hans hönd láta fara fram hljóðmengunarprófanirnar, sem eru skilgreindar í C-hluta I. viðauka, á einu eða fleiri förum, sem eru dæmigerð fyrir framleiðslu framleiðanda, á ábyrgð tilkynnts aðila sem framleiðandinn velur.

Að því er varðar utanborðsvélar og skutdrif með sambyggðu útblásturskerfi:

Framleiðandi vélar eða aðilar fyrir hans hönd skulu láta fara fram hljóðmengunarprófanirnar, sem eru skilgreindar í C-hluta I. viðauka, á einni eða fleiri vélum í hverjum hópi véla, sem eru dæmigerðar fyrir framleiðslu framleiðanda, á ábyrgð tilkynnts aðila sem framleiðandinn velur.

Eigi að prófa fleiri en eina vél úr hópi véla skal nota tölfræðilegu aðferðina, sem lýst er í XVII. viðauka, til að tryggja samræmi úrtaks.

12. gr.

Við VIII. viðauka reglugerðarinnar bætist nýr liður er orðast svo:

  1. Þegar um er að ræða mat á samræmi við kröfur þessarar reglugerðar er varða losun með útblæstri og ef framleiðandi starfar ekki samkvæmt viðeigandi gæðakerfi, eins og lýst er í XII. viðauka, getur tilkynntur aðili, sem framleiðandinn velur, sinnt eða látið sinna eftirliti af og til. Ef gæðin eru ófullnægjandi eða nauðsynlegt virðist að sannprófa gildi gagnanna, sem framleiðandinn lagði fram, skal eftirfarandi málsmeðferð beitt:
    Vél er tekin út úr framleiðsluröðinni og prófuð eins og lýst er í B-hluta I. viðauka. Prófunarvélar skulu vera tilkeyrðar að hluta eða öllu leyti, í samræmi við forskriftir framleiðanda. Ef losun með útblæstri, sem einkennir vélina sem tekin var úr framleiðsluröðinni, fer yfir viðmiðunarmörkin skv. B-hluta I. viðauka getur framleiðandinn farið fram á að mælingar verði gerðar á úrtaki véla, sem teknar eru úr framleiðsluröðinni, þ.m.t. á vélinni sem upprunalega var tekin úr röðinni. Til að tryggja að framangreint úrtak véla sé í samræmi við kröfur reglugerðarinnar skal nota tölfræðilegu aðferðina sem lýst er í XVII. viðauka.

13. gr.

Við lið 5.3 í X. viðauka reglugerðarinnar bætist ný undirgrein er orðast svo:

Við mat á samræmi við kröfurnar varðandi losun með útblæstri skal beita málsmeðferðinni sem skilgreind er í XVII. viðauka.

14. gr.

XIII. viðauki reglugerðarinnar orðast svo:

XIII. VIÐAUKI
TÆKNISKJÖL SEM FRAMLEIÐANDI LEGGUR FRAM

Í tækniskjölum sem um getur í V., VII., VIII., IX., XI. og XVI. viðauka skulu vera öll viðeigandi gögn eða aðferðir sem framleiðandi notar til að tryggja að för og íhlutar þeirra samræmist grunnkröfunum sem eiga við um þau.

Tækniskjölin skulu gera kleift að skilja hönnun, framleiðslu og notkun framleiðsluvörunnar og meta samræmi hennar við kröfur þessarar reglugerðar.

Skjölin skulu innihalda, að svo miklu leyti sem það skiptir máli fyrir matið:

  1. almenna lýsingu á gerðareintakinu,
  2. heildarlýsingu á hönnun og framleiðsluteikningar og skýringarmyndir af íhlutum, undireiningum, straumrásum o.s.frv.,
  3. lýsingar og útskýringar sem eru nauðsynlegar til að skilja umræddar teikningar og skýringarmyndir og fyrir notkun framleiðsluvörunnar,
  4. skrá yfir staðlana, sem um getur í 5. gr. og sem beitt er að öllu leyti eða að hluta, og lýsingar á lausnum sem samþykktar hafa verið til að uppfylla grunnkröfur reglugerðarinnar þegar stöðlunum, sem um getur í 5. gr., hefur ekki verið beitt,
  5. niðurstöður hönnunarútreikninga, athugana, sem hafa verið gerðar o.s.frv.,
  6. prófunarskýrslur eða útreikninga á stöðugleika í samræmi við lið 3.2 í grunnkröfunum og á uppdrift í samræmi við lið 3.3 í grunnkröfunum. (A- hluti I. viðauka),
  7. prófunarskýrslur um losun með útblæstri sem sýna fram á samræmi við 2. lið í grunnkröfunum (B-hluti I. viðauka),
  8. prófunarskýrslur um hávaðamengun eða gögn um staðfest viðmiðunarfar sem sýna fram á samræmi við 1. lið í grunnkröfunum (C-hluti I. viðauka).

15. gr.

Í stað 1. liðar XIV. viðauka reglugerðarinnar, komi tveir liðir er orðast svo:

1. Tilkynnti aðilinn, forstjóri hans og þeir starfsmenn, sem sjá um sannprófanir skulu hvorki vera hönnuðir, framleiðendur, birgjar né annast uppsetningu á framleiðsluvörum, sem um getur í 1. gr., sem þeir skoða né heldur vera viðurkenndir fulltrúar neins þessara aðila. Þeir mega hvorki sjálfir né fyrir hönd annarra hafa bein afskipti af hönnun, smíði, markaðssetningu eða viðhaldi áðurnefndra framleiðsluvara. Þetta útilokar ekki möguleikann á skiptum á tæknilegum upplýsingum milli framleiðandans og tilkynnta aðilans.
1a. Tilkynntur aðili skal vera óháður og ekki starfa undir stjórn framleiðenda eða birgja.

16. gr.

XV. viðauki reglugerðarinnar orðast svo:

XV. VIÐAUKI
SKRIFLEG SAMRÆMISYFIRLÝSING

  1. Skrifleg yfirlýsing um samræmi við ákvæði reglugerðarinnar skal alltaf fylgja:
    1. skemmtibátum og einmenningsförum á sjó og vera hluti af notendahandbók (liður 2.5 í A-hluta I. viðauka),
    2. íhlutunum sem um getur í II. viðauka,
    3. aflvélum og vera hluti af notendahandbók (4. liður B-hluta I. viðauka).
  2. Skriflega samræmisyfirlýsingin skal innihalda eftirfarandi, á því tungumáli eða tungumálum sem kveðið er á um í lið 2.5 í A-hluta I. viðauka:
    1. nafn og heimilisfang framleiðanda eða viðurkennds fulltrúa hans með staðfestu innan Evrópska efnahagssvæðisins (firmanafn og fullt póstfang, viðurkenndur fulltrúi skal einnig tilgreina firmanafn og póstfang framleiðanda),
    2. lýsingu á framleiðsluvörunni sem er skilgreind í 1. lið, þ. á m. gerð og raðnúmer, ef við á,
    3. tilvísanir í viðkomandi samhæfða staðla sem eru notaðir eða tilvísanir í forskriftir sem samræmisyfirlýsing miðast við,
    4. eftir því sem við á, tilvísun í önnur lög og stjórnvaldsfyrirmæli sem beitt er,
    5. eftir því sem við á, tilvísun í EB-gerðarprófunarvottorð sem tilkynntur aðili hefur gefið út,
    6. eftir því sem við á, nafn og heimilisfang tilkynnta aðilans,
    7. auðkenni einstaklings sem hefur umboð til að undirrita fyrir hönd framleiðanda eða viðurkennds fulltrúa hans með staðfestu innan Evrópska efnahagssvæðisins.
  3. Að því er varðar:
    • innanborðsvélar og skutdrif án sambyggðs útblásturskerfis,
    • vélar sem eru með gerðarviðurkenningu samkvæmt tilskipun 97/68/EB, og eru í samræmi við II. þrep, sem kveðið er á um í lið 4.2.3 í I. viðauka við síðarnefndu tilskipunina og,
    • vélar sem eru með gerðarviðurkenningu samkvæmt tilskipun 88/77/EBE,

    skal samræmisyfirlýsingin innihalda, auk upplýsinganna í 2. lið, yfirlýsingu frá framleiðanda um að vélin samræmist kröfum þessarar tilskipunar er varða losun með útblæstri, þegar hún er sett í skemmtibát í samræmi við notkunarleiðbeiningar frá framleiðanda, og að ekki megi taka vélina í notkun fyrr en lýst hefur verið yfir að skemmtibáturinn, sem setja á vélina í, samræmist viðkomandi ákvæði tilskipunarinnar, svo fremi þess sé óskað.

17. gr.

Við reglugerðina bætast tveir viðaukar er orðast svo:

XVI. VIÐAUKI
GÆÐATRYGGING VÖRU
(aðferðareining E)

  1. Í þessari aðferðareiningu er því lýst hvernig framleiðandi, sem rækir þær skyldur sem er lýst í 2. lið, sér til þess og lýsir yfir að viðkomandi vörur séu í samræmi við gerðina sem lýst er í EB-gerðarprófunarvottorðinu og fullnægi þeim kröfum tilskipunarinnar sem við þær eiga. Framleiðandi eða viðurkenndur fulltrúi hans með staðfestu innan Evrópska efnahagssvæðisins skal festa CE-merki á hverja vörueiningu og gefa skriflega samræmisyfirlýsingu. CE-merkinu skal fylgja auðkennistákn tilkynnta aðilans sem annast eftirlitið, eins og tilgreint er í 4. lið.
  2. Framleiðandinn skal nota viðurkennt gæðakerfi við lokaskoðun og prófun á vörum, eins og kveðið er á um í 3. lið, og skal sæta eftirliti, eins og tilgreint er í 4. lið.
  3. Gæðakerfi.
    3.1.

    Framleiðandinn skal leggja inn umsókn um mat á gæðakerfi sínu vegna viðkomandi framleiðsluvara hjá tilkynntum aðila að eigin vali.

    Umsóknin skal innihalda:

    • allar upplýsingar sem máli skipta um fyrirhugaðan vöruflokk,
    • upplýsingaskjöl um gæðakerfið,
    • ef við á, tækniskjöl um samþykktu gerðina og afrit af EB-gerðarprófunarvottorðinu.
    3.2.

    Samkvæmt gæðakerfinu er hver framleiðsluvara rannsökuð og gerðar á henni viðeigandi prófanir, eins og tilgreint er í viðeigandi staðli eða stöðlum sem um getur í 5. gr., eða jafngildar prófanir til að tryggja að hún samræmist þeim kröfum tilskipunarinnar sem við eiga. Skjalfesta skal alla þá þætti, kröfur og ákvæði, sem framleiðandi hefur stuðst við, á kerfisbundinn og skipulegan hátt sem skriflegar reglur, aðferðir og leiðbeiningar. Þessi gögn um gæðakerfið verða að vera með þeim hætti að áætlanir, skipulag, handbækur og skrár er varða gæði séu alltaf túlkaðar á sama hátt.

    Gögnin skulu einkum innihalda fullnægjandi lýsingu á:

    • gæðamarkmiðum og stjórnskipulagi, ábyrgð og valdi stjórnenda með tilliti til vörugæða,
    • þeim athugunum og prófunum sem verða gerðar að framleiðslu lokinni,
    • aðferðum til að fylgjast með því að gæðakerfið sé skilvirkt,
    • skýrslum um gæði, svo sem skoðunarskýrslum og prófunargögnum, kvörðunargögnum, skýrslum um menntun og hæfi hlutaðeigandi starfsmanna o.s.frv.
    3.3.

    Tilkynnti aðilinn skal meta gæðakerfið til þess að ákveða hvort það fullnægi kröfunum sem um getur í lið 3.2.

    Hann skal gera ráð fyrir samræmi við kröfurnar ef viðeigandi samhæfðum staðli er beitt í gæðakerfinu.

    Í úttektarhópnum skal vera a.m.k. einn maður sem hefur reynslu af því að meta framleiðslutæknina sem um er að ræða. Matið skal fela í sér heimsókn á athafnasvæði framleiðanda.

    Ákvörðunin skal tilkynnt framleiðanda. Í tilkynningunni skulu koma fram niðurstöður athugunarinnar og rökstudd ákvörðun vegna matsins.

    3.4.

    Framleiðandinn skal skuldbinda sig til að rækja skyldur sínar vegna gæðakerfisins, í þeirri mynd sem það hefur verið samþykkt, og að viðhalda því svo að það sé fullnægjandi og skilvirkt.

    Framleiðandi eða viðurkenndur fulltrúi hans skal upplýsa tilkynnta aðilann, sem samþykkti gæðakerfið, um allar fyrirhugaðar uppfærslur á því.

    Tilkynnti aðilinn skal meta þær breytingar sem lagðar eru til og ákveða hvort breytt gæðakerfi fullnægir kröfunum, sem um getur í lið 3.2, eða hvort nýtt mat þarf að fara fram.

    Hann skal tilkynna framleiðanda ákvörðun sína. Í tilkynningunni skulu koma fram niðurstöður athugunarinnar og rökstudd ákvörðun um matið.

  4. Eftirlit á ábyrgð tilkynnts aðila.
    4.1. Tilgangurinn með eftirlitinu er að tryggja að framleiðandi ræki skyldur sínar vegna samþykkta gæðakerfisins.
    4.2. Framleiðandinn skal veita tilkynnta aðilanum aðgang í eftirlitsskyni að stöðum fyrir skoðun, prófun og geymslu og fá honum í hendur allar nauðsynlegar upplýsingar, einkum:
    • gögn um gæðakerfið,
    • tækniskjöl,
    • skýrslur um gæði, svo sem skoðunarskýrslur og prófunargögn, kvörðunargögn, skýrslur um menntun og hæfi hlutaðeigandi starfsmanna o.s.frv.
    4.3. Tilkynnti aðilinn skal með jöfnu millibili gera úttekt á því hvort framleiðandi viðheldur gæðakerfinu og notar það og láta framleiðandanum í té úttektarskýrslu.
    4.4. Að auki getur tilkynnti aðilinn komið í vitjun til framleiðandans fyrirvaralaust. Í slíkum vitjunum er tilkynnta aðilanum heimilt að gera eða láta gera prófanir til að ganga úr skugga um að gæðakerfið starfi rétt ef með þarf. Hann skal gefa framleiðandanum skýrslu um vitjunina og prófunarskýrslu, hafi prófun farið fram.
  5. Framleiðandi skal, í a.m.k. tíu ár eftir að varan var síðast framleidd, hafa tiltækt fyrir innlend yfirvöld:
    • skjölin sem um getur í þriðja undirlið annarrar undirgreinar í lið 3.1,
    • gögn um þær uppfærslur sem um getur í annarri undirgrein í lið 3.4,
    • þær ákvarðanir og skýrslur frá tilkynnta aðilanum sem um getur í lokaundirgrein liðar 3.4 og í liðum 4.3 og 4.4.
  6. Sérhver tilkynntur aðili skal veita öðrum tilkynntum aðilum upplýsingar um viðurkenningar gæðakerfa sem hafa verið veittar eða afturkallaðar.

XVII. VIÐAUKI
SAMRÆMI FRAMLEIÐSLUMATS Á LOSUN MEÐ ÚTBLÆSTRI
OG HÁVAÐAMENGUN

  1. Til að sannprófa samræmi innan vélahóps skal taka úrtak af vélum úr framleiðsluröðinni. Framleiðandinn ákveður stærð úrtaksins (n) í samráði við tilkynnta aðilann.
  2. Hreint meðaltal niðurstaðnanna, X, sem úrtakið gefur, skal reiknað út fyrir hvern undirliggjandi þátt í losun með útblæstri og hávaðamengun sem viðkomandi reglur gilda um. Framleiðsluröðin telst vera í samræmi við kröfurnar (fullnægjandi niðurstaða) ef eftirfarandi skilyrði eru uppfyllt:
    X + K. S ≤ L
    S er staðalfrávik, þar sem:
    S2 =(x - X)2/(n-1)
    X = hreint meðaltal niðurstaðnanna
    x = einstakar niðurstöður um úrtakið
    L = viðkomandi viðmiðunarmark
    n = fjöldi véla í úrtaki
    k = tölfræðilegur stuðull sem ákvarðast af n (sjá töflu)

    n

    2

    3

    4

    5

    6

    7

    8

    9

    10

    k

    0,973

    0,613

    0,489

    0,421

    0,376

    0,342

    0,317

    0,296

    0,279

    n

    11

    12

    13

    14

    15

    16

    17

    18

    19

    k

    0,265

    0,253

    0,242

    0,233

    0,224

    0,216

    0,210

    0,203

    0,198

    Ef n ≥ 20 þá er k = 0,860/vn. k = 0,860/√n.

18. gr.

Gildistaka o.fl.

Reglugerð þessi, sem er sett samkvæmt heimild í 4. mgr. 1. gr. og 4. og 6. mgr. 3. gr. laga um eftirlit með skipum, nr. 47/2003, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi.

Reglugerðin er sett til innleiðingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/44/EB frá 16. júní 2003 um breytingu á tilskipun 94/25/EB um samræmingu laga og stjórnsýslufyrirmæla aðildarríkjanna um skemmtibáta, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 37/2005.

Samgönguráðuneytinu, 27. október 2005.

Sturla Böðvarsson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica