Fara beint í efnið
Fyrri útgáfa

Prentað þann 28. mars 2024

Reglugerð með breytingum síðast breytt 18. okt. 2011

205/1973

Reglugerð um náttúruvernd

1. gr. Um náttúruverndarnefndir.

Í hverju sýslu- og bæjarfélagi og Reykjavík skal starfa þriggja til sjö manna náttúruverndarnefnd. Sýslunefnd, bæjar- eða borgarstjórn ákveður tölu nefndarmanna í hverju umdæmi, velur formann og kýs jafnmarga menn til vara og veitir þeim nauðsynlega starfsaðstöðu. Kjörtímabil aðal- og varamanna er fjögur ár.

2. gr.

Kjör í náttúruverndarnefnd skal tilkynnt Náttúruverndarráði, þegar er kosning hefur farið fram.

3. gr.

Hlutverk náttúruverndarnefnda er að stuðla að náttúruvernd á sínu svæði. Þær skulu hafa forgöngu um það að vekja almennan skilning á gildi náttúruverndar og óspillts umhverfis. Náttúruverndarnefndir skulu fylgjast með því, að náttúru landsins sé ekki spillt með athöfnum sem brjóta í bág við ákvæði og fyrirmæli laga m. a. á eftirfarandi hátt:

Að hafa gát á akstri utan vega og umgengni í óbyggðum og gera tillögur til Náttúruverndarráðs eða annarra réttra aðila um úrbætur, þar sem spjöll af slíkum akstri hafa orðið eða eru yfirvofandi.

Að hafa eftirlit með því, að fylgt sé ákvæðum 13. gr. náttúruverndarlaga um meðferð rusls og sorps og koma á framfæri ábendingum um úrbætur við sveitar. stjórnir.

Að hafa gát á, að eigi sé spillt gróðri eða vatni sbr. 10., 11. og 37. grein þessarar reglugerðar.

Að hafa eftirlit með því, að eigi grotni í hirðuleysi munir, byggingar eða önnur mannvirki, sbr. 15. gr. náttúruverndarlaga.

Að gefa umsögn um efnistöku sbr. 17. gr. sömu laga.

Að líta eftir því að snyrtilega sé gengið frá, þar sem jarðrask hefur orðið við mannvirkjagerð eða efnistöku.

Að fylgjast með því, að auglýsingar meðfram vegum, sem brjóta í bág vit ákvæði 19. gr. náttúruverndarlaga, séu teknar niður og gefa Náttúruverndarráði um. sögn, þar sem um vafaatriði er að ræða.

Að fylgjast með því, að gætt sé ákvæða 20. gr. náttúruverndarlaga um frjálsa umferð fótgangandi manna.

Að gefa sveitarstjórnum umsögn um byggingar sumarbústaða sbr. 19.-23. gr reglugerðar þessarar.

Að stuðla að auknum möguleikum almennings til útivistar samkvæmt 27. gr náttúruverndarlaga.

Að gefa Náttúruverndarráði ábendingar og umsögn um friðlýsingu náttúru minja og stofnun útivistarsvæða og framkvæmd friðlýsingar.

4. gr.

Rétt er Náttúruverndarráði að fela náttúruverndarnefndum umsjón með friðlýstum svæðum og heimilt að gefa þeim umboð til að veita undanþágur frá settum fyrirmælum í friðlýsingu.

Slík verkefni má einnig fela öðrum aðilum, er sérstaka aðstöðu hafa til að fylgjast með friðlýstum svæðum.

5. gr.

Náttúruverndarnefndir skila árlega skýrslu um starf sitt til sýslunefndar, bæjar- eða borgarstjórnar. Senda skal Náttúruverndarráði eintak af skýrslunni.

6. gr.

Telji náttúruverndarnefnd að athafnir eða framkvæmdir brjóti í bág við ákvæði náttúruverndarlaga eða slíkar athafnir séu yfirvofandi, skal hún þegar í stað tilkynna það réttum yfirvöldum og Náttúruverndarráði, ef nefndin telur ástæðu til þess.

7. gr.

Náttúruverndarnefndir skulu hafa samstarf við samtök áhugamanna um náttúruvernd.

Um umgengni og aðgang almennings að náttúru landsins.

8. gr.

Öllum er heimil för um landsvæði utan landareigna lögbýla, svo sem afrétti og almenninga, og dvöl þar, enda sé tilgangur farar eða dvalar lögmætur.

Gangandi fólki er því aðeins heimil för um eignarlönd manna, að þau séu óræktuð og ógirt og að dvöl manna þar hafi ekki í för með sér ónæði fyrir búpening eða valdi þeim óhagræði, er land nýta.

Sé um girt eða ræktað land að ræða, er för um það háð leyfi þeirra aðila, er fara með umráð landsins.

9. gr.

Eigi má hindra frjálsa umferð gangandi manna með því að setja byggingar, girðingar né önnur mannvirki á sjávarströnd, vatnsbakka eða árbakka.

Ákvæði þessarar greinar eiga þó ekki við um þær byggingar eða þau mannvirki, sem nauðsynleg eru vegna atvinnurekstrar, þar með talin íbúðarhús bænda, né þau, sem reist eru með leyfi yfirvalda á skipulögðum svæðum, eða mannvirki, sem reist hafa verið fyrir samþykkt gildandi laga.

Rétt er, að settir séu stigar yfir þær girðingar, sem óhjákvæmlegar eru og leyfilegar sbr. 11., 20. og 27. gr. náttúruverndarlaga.

10. gr.

Öllum er heimil berjatínsla á landsvæðum utan landareigna lögbýla.

Á óræktuðu landi er öllum heimilt að lesa villt ber til neyzlu á vettvangi. Óheimilt er að nota tæki við berjatínslu, ef uggvænt þykir að spjöll á góðri hljótist af notkun þeirra. Er Náttúruverndarráði rétt að banna notkun slíkra tiltekinna tækja.

11. gr.

Öllum er skylt að sýna varúð í samskiptum við náttúru landsins, svo að henni sé ekki spillt að óþörfu.

Á víðavangi má enginn fleygja frá sér eða skilja eftir rusl, sem er til hættu eða óprýði, né bera slíkt rusl eða sorp í sjó eða fjörur eða í ár, vötn eða læki.

Áningarstaði skulu menn ávallt yfirgefa hreina og snyrtilega, og sé þar ekkert skilið eftir, er lýti umhverfið.

Vegfarendur skulu gæta þess, að kasta eigi frá sér umbúðum eða öðru slíku rusli við vegi eða vegarslóðir.

Bannað er að safna rusli í hauga á almannafæri eða við alfaraleiðir. Skylt er að ganga svo frá sorphaugum, að hvorki fjúki úr þeim né fljóti.

Eigi má að óþörfu eyða eða spilla gróðri, hvorki með mosa-, lyng- eða hrísrifi né á annan hátt.

Hvarvetna, þar sem eldur er gerður á víðavangi, skal um hann búið í sérstöku eldstæði eða hann kveiktur á þess konar jarðvegi, að ekki sé hætta á að hann breiðist út. Skal þess gætt, að eldur sé að fullu kulnaður áður en eldstæðið er yfirgefið.

Þess skal hvarvetna gætt, að hvorki vatnsbólum, rennandi vatni né stöðuvötnum sé spillt eða þau saurguð með gálausri meðferð efna eða muna.

Hvers konar áletranir á náttúruminjar eru óheimilar.

12. gr.

Bannaður er allur óþarfa akstur utan vega eða merktra vegarslóða, þar sem hætt er við að spjöll hljótist á náttúru landsins. Nauðsynlegum akstri á slíkum svæðum skal ,jafnan hagað svo, að engin óþörf spjöll eða lýti á landi hljótist af honum.

Náttúruverndarráð setur svæðisbundnar reglur um akstur ökutækja eftir merktum leiðum í óbyggðum.

Á áningarstöðum skal ávallt leg ja ökutækjum á þeim svæðum, sem afmörkuð hafa verið eða merkt til slíkra nota. Óheimilt er að hrófla við hindrunum eða merkjum, sem afmarka slík svæði, í þeim tilgangi að komast fram hjá þeim.

Eigendum eða umráðamönnum hópferðabifreiða ber að kynna farþegum, sem þeir flytja, hátternisskyldur samkvæmt lögum og reglum um náttúruvernd.

13. gr.

Skylt er eiganda að fjarlægja byggingar, skip i fjöru, bifreiðar, áhöld eða mannvirki, svo sem girðingar, sem yfirgefin hafa verið eða skilin eftir í hirðuleysi. Fari jörð í eyði, er eiganda skylt að ganga svo frá jarðarhúsum, girðingum,

brunnum og öðrum mannvirkjum, að eigi sé til lýta eða valdi hættu fyrir fólk eða fénað. Þessi ákvæði eiga einnig við um önnur mannvirki, sem yfirgefin eru, en ekki fjarlægð.

Sveitarstjórn sér um að fylgt sé fyrirmælum þessarar greinar og framkvæmir, ef þörf krefur, nauðsynlega hreinsun og úrbætur á kostnað eiganda.

14. gr.

Við samkomustaði á víðavangi, skemmtisvæði, garðlönd almennings og aðra þvílíka staði, sem almenningi er ætlað að safnast á, skal jafnan komið fyrir nauðsynlegum hreinlætistækjum áður en staðurinn er tekinn til afnota.

Jafnan skal fylgt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda um gerð og fyrirkomulag hreinlætistækja.

Þá skal gætt fyrirmæla heilbrigðisyfirvalda og 11. gr. þessarar reglugerðar um úrgang allan, umgengni og eftirlit.

Enn skal þar gætt ákvæða 13. og 14. gr. laga um náttúruvernd og ekki stefnt á einn stað fleira fólki en ætla má að gróður og umhverfi þoli án þess að til örtraðar leiði. Spjöll af völdum örtraðar er þeim skylt að bæta, er valdið hefur.

(Óheimilt er að efna til mannfundar eða láta í té tjaldstæði eða leyfa dvöl á svæði, sem eigi hefur verið hreinsað eftir mannfundi.

Landeigandi eða leigutaki hans bera ábyrgð á því, að ákvæðum þessa kafla sé framfylgt.

sinni um hvert merki.

19. gr. Um byggingu sumarbústaða.

Sumarbústaður í merkingu reglugerðar þessarar er hús, sem byggt er til þess að búa í því að sumarlagi, en að vetri til aðeins endrum og eins, svo sem um helgar. Ákvæði þessi eiga einnig við um sæluhús, veiðihús, skíðaskála og hliðstæðar byggingar.

20. gr.

Óheimilt er að byggja sumarbústað án leyfis sveitarstjórnar.

Í umsókn um leyfi til að byggja sumarbústað skal gerð grein fyrir staðsetningu húss eða húsa, gerð og útliti, t. d. hvort það er byggt úr steini eða tré, hver litur þess verði, og öðru því er veruleg áhrif hefur á það, hvernig húsið fellur að umhverfinu.

Sveitarstjórn skal jafnan leita álits náttúruverndarnefndar áður en bygging sumarbústaðar er leyfð.

21. gr.

Ef byggja á sumarbústaðahverfi skal skipulagsuppdráttur af fyrirhuguðu hverfi, auk þeirra atriða, er í 20. gr. getur, fylgja umsókn til sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn skal ávallt leita umsagnar Náttúruverndarráðs um beiðnir, er varða byggingu sumarbústaðahverfa.

22. gr.

Sveitarstjórn skal binda leyfi til að byggja sumarbústað þeim skilyrðum, að fylgt sé fyrirmælum hennar um staðarval og gerð húss eða húsa og að gætt sé fyrirmæla heilbrigðisyfirvalda um frágang á vatnsgeymum, olíugeymum, salernum og um meðferð hvers konar úrgangs, er valdið getur mengun eða verið til óprýði.

23. gr.

Byggi einhver sumarbústað án leyfis sveitarstjórnar eða fylgi ekki þeim skilyrðum, sem sveitarstjórn hefur sett, getur hún krafizt þess, að lögreglustjóri stöðvi byggingarframkvæmdir á hvaða stigi sem þær eru og að fjarlægðar séu þær byggingar, sem þegar hafa verið reistar.

Sveitarstjórn tilkynni strax með símskeyti eða í ábyrgðarbréfi þeim, sem að framkvæmd stendur, að hún hafi krafizt þess, að lögreglustjóri stöðvi framkvæmdir. Á sama hátt skal eiganda tilkynnt, ef sveitarstjórn krefst þess, að sumarbústaður sé fjarlægður.

24. gr. Um friðlýsingu.

Náttúruverndarráð kynnir sér með aðstoð náttúruverndarnefnda og annarra aðila, hvaða náttúruminjar ástæða er til að friðlýsa, svo og lönd, sem rétt þykir að lýsa friðlönd eða leggja til fólkvanga eða þjóðgarða. Náttúruverndarráð semur skrá yfir slíkar minjar og lönd og birtir opinberlega eftir því, sem það telur ástæðu til.

25. gr.

A náttúruminjaskrá skal færa þær upplýsingar um minjar og lönd, sem nauðsynlegar eru vegna varðveizlu eða friðlýsingar, svo sem um eignar- og afnotarétt, æskileg mörk, náttúruverndargildi, aðseðjandi hættur og æskilegar aðgerðir til verndar.

26. gr.

Ef Náttúruverndarráð telur ástæðu til friðlýsingar eða annarra náttúruverndaraðgerða, skal það freista að ná samkomulagi við landeigendur, sveitarstjórnir og aðra, er hagsmuna eiga að gæta.

Verði samkomulag, skal það fært til bókar og staðfest af hlutaðeigandi aðilum.

27. gr.

Ákveði Náttúruverndarráð friðlýsingu og liggi ekki þegar fyrir samþykki eigenda eða annarra rétthafa eða sveitarfélags þess, er hlut á að máli, þá skal Náttúruverndarráð semja tillögu að friðlýsingunni.

Tillagan skal send landeigendum, ábúendum og öðrum rétthöfum, er friðlýsingin snertir, svo og sveitarfélögum. Skal þeim gefinn kostur á að gera athugasemdir við friðlýsinguna, koma að mótmælum eða gera bótakröfur til Náttúruverndarráðs innan 4 mánaða. Jafnframt skal í tillögunni tekið fram, að berist kröfur ekki innan þess tíma, verði þær ekki teknar til greina f friðlýsingunni.

28. gr.

Berist mótmæli gegn friðlýsingu eða bótakröfur vegna hennar, getur Náttúruverndarráð reynt samninga á ný um bótakröfur og breytt friðlýsingunni í samræmi við mótmæli, enda skerði breytingin í engu rétt annarra.

29. gr.

Engar ákvarðanir Náttúruverndarráðs um friðun eða friðlýsingu koma til framkvæmda, fyrr en menntamálaráðuneytið hefur lagt á þær samþykki sitt.

30. gr.

Menntamálaráðuneytinu er heimilt að taka eingarnámi lönd, mannvirki og réttindi til þess að framkvæma friðlýsingu, er í náttúruverndarlögum greinir.

31. gr.

Þegar tekin hefur verið fullnaðarákvörðun samkvæmt 29. gr. um friðlýsingar og friðunarákvæði, birtir menntamálaráðuneytið þau í Stjórnartíðindum og taka þau gildi frá þeim degi, sem þau eru birt. Þau skulu og fest upp á staðnum, eftir því sem við verður komið og nauðsynlegt er að mati Náttúruverndarráðs.

32. gr.

Í texta auglýsingar um friðlýst svæði skal jafnan getið þeirrar lagagreinar, sem stuðzt er við. Þar skal og birt markalýsing og reglur um svæðið. Uppdráttur með mörkum og helztu kennileitum skal jafnan birtur með auglýsingu um friðlýsingu svæða.

33. gr. Um jarðrask og hönnun mannvirkja.

i almenningum er bannað allt nám jarðefna, er um getur í 34. gr., nema til komi samþykki menntamálaráðuneytisins, eftir að það hefur leitað umsagnar Náttúruverndarráðs.

34. gr.

Malarnám, sandnám, grjótnám, gjallnám og vikurnám er hverjum manni heimilt í landi sínu, ef ekki gengur í berhögg við 22.-26. gr. náttúruverndarlaga. Sveitarstjórn getur, að fenginni umsögn náttúruverndarnefndar, bannað jarðrask af þessum sökum, ef hún telur hættu á, að með því verði sérkennilegu landslagi eða merkum náttúruminjum raskað.

Skjóta má ákvörðun sveitarstjórnar til menntamálaráðuneytisins, er leggur fullnaðarúrskurð á málið, að fenginni umsögn Náttúruverndarráðs.

35. gr.

Um jarðefni til vega fer eftir vegalögum.

36. gr.

Hafi jarðrask orðið við mannvirkjagerð, malarnám, sandnám, grjótnám, gjallnám eða á annan hátt af mannavöldum, skal þeim, er valdið hefur, skylt að ganga frá því á snyrtilegan hátt. Náttúruverndarráð setur fyrirmæli um, hvernig við skal skilið og getur m. a. sett mönnum ákveðinn frest til að ljúka frágangi.

Innan skipulagsskyldra staða getur sveitarstjórn, að fengnu samþykki skipulagsstjórnar, bannað efnistöku, grjótnám eða annan verulegan tilflutning eða brottnám jarðarefna, ef líklegt má telja, að það valdi röskun lands, sem leitt getur af sér uppblástur eða valdið verulegum erfiðleikum við framkvæmd skipulags, sem þegar hefur verið ákveðið, eða við væntanlega gerð skipulagsuppdrátta af svæðinu og framkvæmd síðar. Sömuleiðis getur sveitarstjórn með samþykki skipulagsstjórnar sett það skilyrði fyrir því að falla frá slíku banni, að landsvæði það, sem efni er tekið úr, verði að framkvæmdum loknum lagfært eftir ákvörðun sveitarstjórnar, og krafizt hæfilegra trygginga fyrir efndum.

Landeigandi eða leigjandi hans bera ábyrgð á því, að ákvæðum þessarar greinar sé framfylgt.

37. gr.

Ef hætta er á því, að fyrirhuguð mannvirkjagerð eða jarðrask leiði til þess, (1) að land breyti verulega um svip, (2) að náttúruminjum verði spillt, (3) að framkvæmd leiði til mengunar lofts, lagar eða (4) til sérstakra spjalla á gróðri, skal skylt að leita álits Náttúruverndarráðs áður en framkvæmdir hefjast.

38. gr.

Þegar hanna skal virkjanir, verksmiðjur, hraðbrautir, stórbrýr eða önnur meiriháttar mannvirki, svo og vegi og loftlínur tengd þeim mannvirkjum, skal jafnan hafa samráð við Náttúruverndarráð. Gera skal Náttúruverndarráði kunnugt um fyrirhugaða framkvæmd á frumstigi og áður en lagt er í kostnaðarsamar undirbúningsrannsóknir eða aðrar ráðstafanir gerðar, sem áhrif hafa á endanlegar ákvarðanir.

39. gr.

Nú telur Náttúruverndarráð nauðsynlegt, að fram fari vettvangsathugun, aflað verði álits sérfræðings eða sérfræðinga, áður en álit ráðsins skv. 37. og 38. gr. er látið í té, svo og að haldið verði uppi sérstöku eftirliti með framkvæmd, og ber þá framkvæmdaaðila þeim, sem í hlut á, að endurgreiða ráðinu kostnað, sem það hefur af slíku. Gera skal fyrirfram áætlun í samráði við framkvæmdaaðila, þar sem fram komi í meginatriðum, hvaða kostnaðarliði yrði um að ræða, eftir því sem við verður komið. Ef um minniháttar framkvæmd er að ræða, er heimilt að fella niður slíka áætlunargerð, enda séu aðilar sammála um slíkt.

Ef ágreiningur rís á milli ráðsins og framkvæmdaaðila um þau efni sem um ræðir í 1. mgr., sker menntamálaráðuneytið úr.

Framkvæmdaaðili ber ábyrgð á því, að álits Náttúruverndarráðs, samkvæmt 37. og 38. gr. sé leitað.

40. gr.

Hefjist einhver handa um framkvæmdir, sbr. 37. og 38. gr., án þess að umsagnar hafi verið leitað, getur Náttúruverndarráð eða náttúruverndarnefnd krafizt þess, að lögreglustjóri stöðvi framkvæmdir að viðlögðum dagsektum þar til umsögn hefur verið gefin, enda verði ekki óeðlilegur dráttur á afgreiðslu málsins af hálfu Náttúruverndarráðs. Náttúruverndarráð tilkynnir þeim, er að framkvæmd standa, í símskeyti eða með ábyrgðarbréfi, að stöðvunar hafi verið krafizt.

41. gr. Um viðurlög.

Brot á reglugerð þessari varða sektum í ríkissjóð eða varðhaldi.

Ef aðili sinnir ekki, innan tiltekins frests, fyrirmælum sveitarstjórnar, náttúruverndarnefndar eða Náttúruverndarráðs, getur lögreglustjóri ákveðið honum dagsektir, allt að 2000 krónum, þar til úr er bætt, er renni í ríkissjóð.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt lögum nr. 47/1971, um náttúruvernd, öðlast þegar gildi.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.